Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 47
H 3. október 1996, mál nr. 2/1993 Krafist var riftunar á greiðslu skuldar sem farið hafði fram með sölu Hafamarins hf. á hlutabréfum félagsins í Iceland Seafood Corporation þann 28. október 1993. Salan hafði farið þannig fram að andvirði bréfanna hafði að frádregnum umboðslaunum verið greitt beint frá söluaðila inn á viðskiptaskuld Hafarnarins við Olíufélagið hf. Greiðslunni var rift á grundvelli þess að um óvenjulegan greiðslueyri væri að ræða. I forsendum dóms Hæstaréttar var m.a. tekið fram að líta yrði til þess í hvaða formi greiðslan fór frá skuldaranum en ekki í hvaða mynd hún barst kröfueiganda. Sjá einnig athyglisverðan óáfrýjaðan héraðsdóm: Bæjarþing Reykjavíkur 31. maí 1990, mál nr. 15340/1989 Með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur uppkveðnum 22. apríl 1988 var bú Víðis hf. tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri höfðaði mál og krafðist riftunar á greiðslu skuldar sem fram hafði farið með afhendingu 4 skuldabréfa. Uppgjör skuldarinnar fór fram með þeim hætti að Landsbankanum, viðskiptabanka Víðis hf., vom afhent skuldabréfin þann 20. apríl 1988. Andvirði þeirra var lagt inn á hlaupareikning Víðis hf. að frádregnu lántökugjaldi og afföllum. Samdægurs var andvirði bréfanna ráð- stafað til greiðslu annarra skulda Víðis hf. við Landsbankann. Héraðsdómur féllst á riftun þar sem andvirði skuldabréfanna hafði verið fært inn á reikning Víðis hf. og samdægurs fært út af reikningnum til greiðslu á skuldum Víðis hf. við Landsbankann. Þannig taldi dómurinn að umrædd kaup Landsbankans á bréf- unum hafi staðið í beinu sambandi við greiðslu á skuldum Víðis hf. við Lands- bankann og hafi því eins og á stóð verið óvenjulegur greiðslueyrir í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. 2.3.6 Lokaorð Þær reglur sem minnst var á hér að framan eru leiðbeiningarreglur. Við mat á því hvort um óvenjulegan greiðslueyri er að ræða verður ávallt að líta á málavexti í heild sinni. Það mat lýtur að því t.d. hver staða skuldara var við greiðsluna, hvernig stefndi eignaðist kröfuna á hendur þrotamanni og hver viðskipti aðilanna voru eftir hinn riftanlega atburð. í þessu sambandi er vert að benda á að dómstólar virðast ekki hafa talið það skipta máli hvort þrotamaðurinn hafi haft frumkvæði að uppgjörinu á þennan hátt. H 28. mars 1996, mál nr. 71/1995 Skuld Miklagarðs hf. við Lakkrísgerðina Kólus hf. var greidd með sykri. Greiðslunni var rift á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gþl. I dómi héraðsdóms var ekki talið skipta máli varðandi réttarstöðu lakkrísgerðarinnar að Mikligarður hf. hafi átt fumkvæði að kaupunum. Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti m.a. með skírskotun til forsendna hans. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.