Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 14
í þessu sambandi er athyglisverður dómur Hæstaréttar frá 26. okt 1995 í máli séra Geirs G. Waage gegn ríkinu en stefnandi byggir þær kröfur sem hann setti fram á því að bráðabirgðalög sem gefin voru út í júlí 1992, um breytingu á lögum um Kjaradóm, hafi ekki verið sett með stjórnskipulegum hætti. Sú afstaða sem fram kemur í sératkvæði tveggja dómara sem skipuðu minnihluta Hæstaréttar er einkar athyglisverð en þar kemur fram sú skoðun að með útgáfu bráðabirgðalaga 1992 hafi verið farið út fyrir þær heimildir sem 28. gr. stjórnarskrárinnar veitir. I áliti minnihluta Hæstaréttar segir: ... þótt ekki hafi verið haggað við formlegum skilyrðum til útgáfu bráðabirgðalaga í 28. gr. stjórnarskrárinnar með 6. gr. stjórnskipunarlaga nr. 56/1991, þar á meðal þeim áskilnaði að brýna nauðsyn þuidí til útgáfu þeirra, er ljóst að breyting sú er gerð var á 35. gr. [þ.e. sú skipan að Alþingi stendur nú allt árið] hlýtur að hafa áhrif á túlkun orðanna “brýn nauðsyn”. Eftir því sem auðveldar verður að kalla saman Alþingi þeim mun ríkari verður nauðsynin að vera og hún ræðst aðallega af tvennu: Annars vegar því hver þörf er á skjótum viðbrögðum og hins vegar hversu langan tíma tekur að kalla Alþingi saman. Ennfremur ber að gefa því gaum hversu mikilvægt málefni er og hvort tvímælis orki hvemig leysa skuli. Af gögnum þessa máls verður ekki séð að reynt hafi verið að kveðja Alþingi til fundar til að taka á aðsteðjandi vanda og var þó sérstök ástæða til vegna þess hversu mikilvægt mál var til úrlausnar. Hefur því ekki verið sýnt fram á að brýna nauðsyn hafi borið til að setja bráðabirgðalög nr. 66/1992. Með útgáfu þeirra hefur verið farið út fyrir þær heimildir sem 28. gr. stjórnarskrárinnar veitir. Svo mörg voru þau orð. Það er einkar athyglisvert að síðan 1991 hefur bráðabirgðalagaákvæðinu aðeins verið beitt 4 sinnum. Það er væntanlega til marks um að oddvitar framkvæmdarvaldsins sjá að erfiðara er að réttlæta beitingu bráðabirgðalagavaldsins en áður. Og því má bæta við að í tveimur þinghléum núverandi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, sumurin 1995 og 1996, hefur bráðabirgðalagavaldi ekki verið beitt. 4. Fjórða og síðasta atriðið lýtur að stjórnsýslu þingsins A undanförnum árum hefur skrifstofa þingsins verið verulega efld með því að ráða til starfa háskólamenntað fólk. Þessi breyting hefur ekki síst falist í því að efla þjónustu við fastanefndir þingsins og í þeim hópi sem ráðinn hefur verið til starfa fyrir Alþingi á undanförnum árum hafa m.a. verið ungir og efnilegir lögfræðingar. Eg tel að sú bætta þjónusta sem fastanefndirnar hafa fengið á síðustu árum hafi verulega styrkt þá þinglegu meðferð sem mál stjórnarinnar fá á Alþingi. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun hefur gætt tilhneigingar hjá fram- kvæmdarvaldinu til að hafa bein afskipti af stofnunum Alþingis, þ.e. ríkisendurskoðun, umboðsmanni Alþingis og Alþingi sjálfu, með ílutningi stjórnarfrumvarpa. Ég nefni dæmi: 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.