Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 22
í stað þess, að um óeiginlegt þriðjamannsloforð sé að ræða, hefur því verið haldið fram, að loforð um kröfuábyrgð, sem beint er að aðalskuldara, í öllu falli að vissum skilyrðum fullnægðum, skuldbindi ábyrgðarmann beint gagnvart kröfuhafa, þegar hann fær vitneskju um loforðið. Abyrgðarmaðurinn sé vafa- laust skuldbundinn gagnvart kröfuhafa, ef ætlunin hefur verið, að ábyrgðar- yfirlýsingunni yrði beint að hinum síðarnefnda. Það sama gildi einnig, ef ábyrgðaryfirlýsing er þannig úr garði gerð eða aðstæður slíkar, að ábyrgð- armanni megi vera ljóst, að kröfuhafa sé rétt að telja yfirlýsinguna ætlaða til framvísunar gegn honum sem skuldbindingu. Hvað þetta varðar er talið skipta máli, hvort efni ábyrgðaryfirlýsingarinnar er á þá lund, að kröfuhafa sé rétt að líta á hana sem endanlega og hvort hún þjónar þeim tilgangi að greiða fyrir því að aðalskuldari fái lán. Jafnframt skipti máli í þessu sambandi, hvort ábyrgðaryfirlýsingin stendur sjálfstæð og óháð öðrum yfirlýsingum, sem beint er að aðalskuldara. í dæmaskyni um hið gagnstæða er nefnt, að loforð um ábyrgð í persónulegu bréfi til aðalskuldara geti ekki skapað kröfuhafa rétt á hendur þeim, sem yfirlýsinguna gefur, þótt hún komist til vitundar kröfuhafa. Slík yfirlýsing beinist að móttakanda og feli ekki í sér viljayfirlýsingu gagnvart öðrum en honunt. Á heildina litið er þetta virt út frá áhættusjónarmiðum, þannig að ábyrgðarmaður verði að bera hallann af því að láta frá sér fara ábyrgð- aryfirlýsingu, sem unnt er að beina að kröfuhafa.8 Það álitaefni, hvort loforð ábyrgðarmanns gagnvart aðalskuldara um kröfuábyrgð teljist óeiginlegt þriðjamannsloforð eða hvort kröfuhafi geti þegar á grundvelli þess öðlast beinan rétt á hendur ábyrgðarmanni, hefur raunhæfa þýðingu. Ef urn er að ræða óeiginlegt þriðjamannsloforð, sem skapar kröfuhafa rétt við framsal, gilda meginreglur um aðilaskipti við framsal almennra krafna, en meginmarkmið þeirra er að tryggja, að skyldur skuldara aukist ekki við framsalið. Því gæti ábyrgðarmaður haft uppi við kröfuhafa allar þær sömu mótbárur, sem hann gat borið fram við aðalskuldara. Ef kröfuhafi öðlast hins vegar beinan rétt á hendur ábyrgðarmanni, þegar loforðið er komið til vitundar kröfuhafa, glatar ábyrgðarmaður veikum mótbárum, ef kröfuhafi er í góðri trú. Þannig má í dæmaskyni nefna, að hafi aðalskuldari beitt ábyrgðarmann svikum, yrði slík mótbára ekki höfð uppi við grandlausan kröfuhafa, ef hann teldist loforðsmóttakandi, sbr. 1. mgr. 30. gr. SML. Niðurstaðan yrði hins vegar önd- verð ef talið væri, að kröfuhafi öðlaðist rétt sinn við framsal frá aðalskuldara.9 8 Sjá nánar Carsten Smith, Garantirett III, bls. 141-148. Til stuðnings kenningum sínum vísar Smith til norskrar dómaframkvæmdar. Auk annarra dóma, sem reifaðir eru í tilvitnaðri heimild, er vísað til Rt 1934. 1016, en í því máli voru atvik þau, að óskað var eftir ábyrgð sveitarfélags fyrir iáni frá Norges Bank. Sveitarstjómin samþykkti að veita ábyrgð og var tilkynning þess efnis send til aðalskuldara, sem framsendi hana til bankans. Þetta var talið nægjanlegt til að skuldbinda sveitarfélagið gagnvart bankanum. 9 Hans Viggo Godsk Pedersen, Kaution, bls. 15; Hans Vemer Hpjrup, Kaution, bls. 16-17. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.