Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 20
önnur fjárverðmæti eða vinna verk. Einnig getur verið, að ábyrgðarkrafa sé annars efnis en aðalkrafa, en svo er, ef ábyrgðarmaður er skuldbundinn til að greiða bætur vegna vanefnda aðalskuldara á skyldu til annars en greiðslu peninga. Abyrgð vegna annars en greiðslu kröfu á hendur aðalskuldara, telst ekki kröfuábyrgð, svo sem ef gengist er í ábyrgð fyrir því, að þriðji maður eigi söluhlut veðbandslausan. Það sama gildir ef ábyrgðin lýtur að einhverjum að- stæðum þriðja manns, eins og því, að hann sé gjaldfær við útgáfu ábyrgðar- yfirlýsingar, en kröfuábyrgð er frábrugðin slíkri yfirlýsingu á þann veg, að með kröfuábyrgð er gengist í ábyrgð fyrir gjaldfæmi aðalskuldara eftir að krafa er gjaldfallin. Vafi getur þó leikið á því í hverju einstöku tilviki, hvort um slíka ábyrgð sé að ræða eða kröfuábyrgð. Utan hugtaksins kröfuábyrgð fellur einnig, ef gengist er í ábyrgð fyrir því, að þriðji maður taki á sig skuldbindingu eða aðhafist eitthvað, án þess að slíkt sé fullnusta kröfu. Jafnframt ef ábyrgðin lýtur að því, að þriðji maður láti einhverja athöfn hjá líða, ef slíkt varðar ekki efndir kröfu. Að auki má nefna það tilvik, þegar þriðji maður gengst í ábyrgð fyrir sakborning, samkvæmt 109. gr. laga nr. 19/1991, sem áður er getið. Tíðast er það svo, að til ábyrgðarkröfu og aðalskuldar sé stofnað samtímis, en ekkert stendur í vegi þess, að veitt sé ábyrgð fyrir kröfu, sem þegar er fyrir hendi. Þetta gæti til dæmis atvikast þannig, að gengist væri í ábyrgð fyrir efndum kröfu gegn því, að aðalskuldara væri veittur gjaldfrestur. Þá er unnt að takast á hendur ábyrgð á efndum kröfu, sem háð er skilyrðum, eða jafnvel án þess, að til hennar hafi stofnast og það þótt hverfandi líkur séu á því, að krafa stofnist, svo sem gæti átt við, ef veitt er ábyrgð vegna hugsanlegrar skaða- bótaskyldu. Skipt getur máli hvort krafa, sem kynni að stofnast, sé nánar afmörkuð eða sérgreind. Er ástæða til að ætla, að tilhneigingar gæti til að takmarka gildi mjög víðtækra og almennra ábyrgða vegna ófyrirsjáanlegra krafna á hendur aðalskuldara, eða að þeim verði í einstaka tilvikum vikið til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga (hér eftir skammstöfuð SML). Það fer þó eftir atvikum hverju sinni. Ábyrgðarkrafa felur í sér tryggingu fyrir efndum aðalkröfu með því, að ábyrgðarmaður tekur á sig almenna persónulega skuldbindingu og verður solidariskt skuldbundinn með aðalskuldara. Þetta er frábrugðið þeirri aðstöðu, að þriðji maður veiti veð í tiltekinni eign sinni til tryggingar skuldbindingu á hendur öðrum. Þá verður ekki leitað frekari fullnustu hjá honum en með því, að ganga að hinni veðsettu eign, nema hann hafi jafnframt tekið á sig persónulega ábyrgð á efndum kröfunnar.5 5 Henry Ussing, Kaution. bls. 8-9; Carsten Smith, Garantirett III, bls. 53-55. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.