Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Blaðsíða 37
hlutabréf sín í Nesco Kringlunni hf. til ýmissa nákominna og fékk fyrir skuldabréf sem síðar voru afhent bankanum. Skiptastjóri Nesco frlf. krafðist riftunar á þessari ráðstöfun, þar sem bankinn hefði í reynd fengið skuld sína greidda með hluta- bréfunum. I Hæstarétti var ekki fallist á riftun. Talið var að Nesco frlf. hefði ekki orðið fyrir fjár- hagslegu tjóni og myndi hagnast á kostnað Iðnaðarbankans ef kröfur um riftun næðu fram að ganga, þar sem skuldbindingar Nesco frlf. höfðu verið lítils virði á þeim tíma sem til þeirra var stofnað. I sératkvæði var fallist á riftun ráðstöfunarinnar. 2. ALMENNT UM SKILYRÐI RIFTUNAR SAMKVÆMT 1. MGR. 134. GR. GÞL. Akvæði 1. mgr. 134. gr. gþl. er svohljóðandi: Krefjast má riftunar á greiðslu skuldar á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag ef greitt var með óvenjulegum greiðslueyri, fyrr en eðlilegt var eða greidd var fjárhæð sem hefur skert greiðslugetu þrotamannsins verulega, nema greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum. Skilyrði 1. mgr 134. gr. gþl. eru öll hlutlæg. Til þess að krefjast riftunar er nægilegt að sýna fram á að þau séu fyrir hendi, en í þeim efnum hvílir sönnunarbyrðin á þrotabúinu. Það er hins vegar hlutverk riftunarþola að sýna fram á að greiðslan sé venjuleg eftir atvikum. I eftirfarandi köflum verður fjallað um mismunandi skilyrði riftunar samkvæmt 1. mgr. 134. gr. gþl. og verður áhersla lögð á það hvernig íslenskir dómstólar hafa túlkað ofangreind skilyrði í dómum sínum á síðustu árum. í því skyni hafa verið reifaðir flestir þeir dómar sem fallið hafa frá árinu 1986 og varða riftun á grundvelli greinarinnar. 2.1 Greiðsla skuldar Skilyrði riftunar skv. 1. mgr. 134. gr. gþl. er að greidd hafi verið skuld. Með greiðslu er átt við að þau verðmæti sem skuldarinn innir af hendi gangi til lækkunar eða fullrar greiðslu á skuldum hans við kröfuhafann.6 Sé þannig í pottinn búið skiptir engu máli hvaða nafn aðilar kunna að gefa viðskiptum sínum. Mestu máli skiptir að meta hvort tilgangur skuldarans hafi í raun og veru verið að greiða skuld við lánardrottinn. Til skuldarinnar þarf að hafa stofnast áður en greiðslan fór fram.7 Þá hefur það verið talið skilyrði riftunar að skuldin hafi stofnast óháð greiðslunni, þannig að hún hafi ekki verið forsenda gagngreiðslunnar.8 Það er ekki skilyrði að skuldin sé peningaskuld, hún getur kveðið á um annað, svo sem um afhendingu á tegundarákveðnum vörum.9 6 Sjá Viðar Már Matthíasson, bls. 101 og Konkursloven, bls. 456. 7 Sjá Konkursloven, bls. 456. 8 Sjá Stefán Már Stefánsson, Islenskur gjaldþrotaréttur, Reykjavík, 1982, bls. 164-166. 9 Sjá Stefán Már Stefánsson, bls. 166. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.