Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1997, Síða 47
H 3. október 1996, mál nr. 2/1993 Krafist var riftunar á greiðslu skuldar sem farið hafði fram með sölu Hafamarins hf. á hlutabréfum félagsins í Iceland Seafood Corporation þann 28. október 1993. Salan hafði farið þannig fram að andvirði bréfanna hafði að frádregnum umboðslaunum verið greitt beint frá söluaðila inn á viðskiptaskuld Hafarnarins við Olíufélagið hf. Greiðslunni var rift á grundvelli þess að um óvenjulegan greiðslueyri væri að ræða. I forsendum dóms Hæstaréttar var m.a. tekið fram að líta yrði til þess í hvaða formi greiðslan fór frá skuldaranum en ekki í hvaða mynd hún barst kröfueiganda. Sjá einnig athyglisverðan óáfrýjaðan héraðsdóm: Bæjarþing Reykjavíkur 31. maí 1990, mál nr. 15340/1989 Með úrskurði skiptaréttar Reykjavíkur uppkveðnum 22. apríl 1988 var bú Víðis hf. tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri höfðaði mál og krafðist riftunar á greiðslu skuldar sem fram hafði farið með afhendingu 4 skuldabréfa. Uppgjör skuldarinnar fór fram með þeim hætti að Landsbankanum, viðskiptabanka Víðis hf., vom afhent skuldabréfin þann 20. apríl 1988. Andvirði þeirra var lagt inn á hlaupareikning Víðis hf. að frádregnu lántökugjaldi og afföllum. Samdægurs var andvirði bréfanna ráð- stafað til greiðslu annarra skulda Víðis hf. við Landsbankann. Héraðsdómur féllst á riftun þar sem andvirði skuldabréfanna hafði verið fært inn á reikning Víðis hf. og samdægurs fært út af reikningnum til greiðslu á skuldum Víðis hf. við Landsbankann. Þannig taldi dómurinn að umrædd kaup Landsbankans á bréf- unum hafi staðið í beinu sambandi við greiðslu á skuldum Víðis hf. við Lands- bankann og hafi því eins og á stóð verið óvenjulegur greiðslueyrir í skilningi 1. mgr. 54. gr. laga nr. 6/1978. 2.3.6 Lokaorð Þær reglur sem minnst var á hér að framan eru leiðbeiningarreglur. Við mat á því hvort um óvenjulegan greiðslueyri er að ræða verður ávallt að líta á málavexti í heild sinni. Það mat lýtur að því t.d. hver staða skuldara var við greiðsluna, hvernig stefndi eignaðist kröfuna á hendur þrotamanni og hver viðskipti aðilanna voru eftir hinn riftanlega atburð. í þessu sambandi er vert að benda á að dómstólar virðast ekki hafa talið það skipta máli hvort þrotamaðurinn hafi haft frumkvæði að uppgjörinu á þennan hátt. H 28. mars 1996, mál nr. 71/1995 Skuld Miklagarðs hf. við Lakkrísgerðina Kólus hf. var greidd með sykri. Greiðslunni var rift á grundvelli 1. mgr. 134. gr. gþl. I dómi héraðsdóms var ekki talið skipta máli varðandi réttarstöðu lakkrísgerðarinnar að Mikligarður hf. hafi átt fumkvæði að kaupunum. Héraðsdómurinn var staðfestur í Hæstarétti m.a. með skírskotun til forsendna hans. 41

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.