Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 26

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Side 26
áfrýjanda. I þeim fólst skýrt og ótvírætt mat löggjafans, sem við svo búið verður ekki haggað af dómstólum. 3. Ekki skal því haldið fram hér, að mál Marshall Nr. 1 og mál Andrésar Andréssonar séu að öllu leyti sambærileg. Svo er sjaldnast um skaðabótamál. Annað málið snerist um bætur fyrir brot á jafnréttislögum (Marshall Nr. 2), hitt málið snerist um bætur fyrir skerðingu á aflahæfi (.Andrés Andrésson). Þessi tvö skaðabótamál eiga þó sameiginlegan mjög mikilsverðan þátt. Þau snúast bæði um skaðabætur fyrir skerðingu á grundvallarréttindum. Evrópu- dómstóllinn telur meginregluna um jafnrétti hafa grundvallarþýðingu (funda- mental importance) í bandalagsréttinum (sjá t.d. Marshall Nr. 1, 36. málsgrein). Hæstiréttur Islands staðfestir, að aflahæfi manna sé stjómarskrárvarin eign. Af þessum sökum meðal annars er forvitnilegt að bera nokkuð saman, hvemig hinir tveir dómstólar nálgast viðfangsefni sitt. Evrópudómstóllinn, sem ekki hafði við að styðjast nema almenna löggjöf Evrópubandalagsins, meira að segja mjög almennt orðaða, (6. gr. jafnréttistil- skipunarinnar), lagði á það áherzlu, að virkri vemd þeirra réttinda, sem tryggja átti, yrði ekki náð nema með fullum skaðabótum (úr því að skaðabótaleiðin var valin). Hann veitti því aðildarríkjunum ekki svigrúm til þess að setja ákvæði um hámarksbætur í innanlandsrétt sinn, heldur dæmdi málið samkvæmt grund- vallarreglu skaðabótaréttarins um fullar bætur fyrir fjártjón. Hæstiréttur, sem hafði við að styðjast ótvírætt stjómarskrárákvæði um fullar bætur fyrir eignaskerðingar, ákvæði, sem ekki heimilar neinar undantekningar, féllst á það, að ætla verði löggjafanum nokkurt svigrúm til þess að ákveða bætur fyrir fjártjón, þó að um leið hafi rétturinn viðurkennt, að ekki verði gefin einhlít svör um það, hvort hin nýju lög fullnægi því markmiði að tryggja tjónþolum fullar bætur fyrir fjártjón. I fræðilegri umræðu um þá tvo dóma, sem hér eru gerðir að umtalsefni, verður hver og einn að dæma fyrir sig, hvor ofangreindra túlkunaraðferða þyki þjóna betur því markmiði að tryggja vemd mannréttinda með virkum hætti, en það er viðurkennt meginsjónarmið við túlkun mannréttindaákvæða. Það er skoðun undirritaðs, að túlkunaraðferð Evrópudómstólsins hefði átt betur við í máli Andrésar Andréssonar. Það skal fúslega viðurkennt, að ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku er vandasamt verk. Engin tvö mál era eins. Eðli málsins samkvæmt hlýtur ákvörð- un í þessu efni að vera háð mati, þótt ófullkomið verði, hvaða aðferð sem beitt er. Fyrir skerðingu á aflahæfi ber að greiða fullar bætur samkvæmt 72. gr. stjómarskrárinnar. Það verður að teljast rökbundin afleiðing af tryggingu stjómarskrárákvæðisins fyrir fullum bótum, að hámark bóta verði ekki ákveðið með almennum lögum (nema þá svo hátt, að hámarkið sé ofan við hugsanleg mörk fullra bóta í hvaða tilviki sem er). Það getur ekki talizt nægilegt, að 92

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.