Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Blaðsíða 26
áfrýjanda. I þeim fólst skýrt og ótvírætt mat löggjafans, sem við svo búið verður ekki haggað af dómstólum. 3. Ekki skal því haldið fram hér, að mál Marshall Nr. 1 og mál Andrésar Andréssonar séu að öllu leyti sambærileg. Svo er sjaldnast um skaðabótamál. Annað málið snerist um bætur fyrir brot á jafnréttislögum (Marshall Nr. 2), hitt málið snerist um bætur fyrir skerðingu á aflahæfi (.Andrés Andrésson). Þessi tvö skaðabótamál eiga þó sameiginlegan mjög mikilsverðan þátt. Þau snúast bæði um skaðabætur fyrir skerðingu á grundvallarréttindum. Evrópu- dómstóllinn telur meginregluna um jafnrétti hafa grundvallarþýðingu (funda- mental importance) í bandalagsréttinum (sjá t.d. Marshall Nr. 1, 36. málsgrein). Hæstiréttur Islands staðfestir, að aflahæfi manna sé stjómarskrárvarin eign. Af þessum sökum meðal annars er forvitnilegt að bera nokkuð saman, hvemig hinir tveir dómstólar nálgast viðfangsefni sitt. Evrópudómstóllinn, sem ekki hafði við að styðjast nema almenna löggjöf Evrópubandalagsins, meira að segja mjög almennt orðaða, (6. gr. jafnréttistil- skipunarinnar), lagði á það áherzlu, að virkri vemd þeirra réttinda, sem tryggja átti, yrði ekki náð nema með fullum skaðabótum (úr því að skaðabótaleiðin var valin). Hann veitti því aðildarríkjunum ekki svigrúm til þess að setja ákvæði um hámarksbætur í innanlandsrétt sinn, heldur dæmdi málið samkvæmt grund- vallarreglu skaðabótaréttarins um fullar bætur fyrir fjártjón. Hæstiréttur, sem hafði við að styðjast ótvírætt stjómarskrárákvæði um fullar bætur fyrir eignaskerðingar, ákvæði, sem ekki heimilar neinar undantekningar, féllst á það, að ætla verði löggjafanum nokkurt svigrúm til þess að ákveða bætur fyrir fjártjón, þó að um leið hafi rétturinn viðurkennt, að ekki verði gefin einhlít svör um það, hvort hin nýju lög fullnægi því markmiði að tryggja tjónþolum fullar bætur fyrir fjártjón. I fræðilegri umræðu um þá tvo dóma, sem hér eru gerðir að umtalsefni, verður hver og einn að dæma fyrir sig, hvor ofangreindra túlkunaraðferða þyki þjóna betur því markmiði að tryggja vemd mannréttinda með virkum hætti, en það er viðurkennt meginsjónarmið við túlkun mannréttindaákvæða. Það er skoðun undirritaðs, að túlkunaraðferð Evrópudómstólsins hefði átt betur við í máli Andrésar Andréssonar. Það skal fúslega viðurkennt, að ákvörðun bóta fyrir varanlega örorku er vandasamt verk. Engin tvö mál era eins. Eðli málsins samkvæmt hlýtur ákvörð- un í þessu efni að vera háð mati, þótt ófullkomið verði, hvaða aðferð sem beitt er. Fyrir skerðingu á aflahæfi ber að greiða fullar bætur samkvæmt 72. gr. stjómarskrárinnar. Það verður að teljast rökbundin afleiðing af tryggingu stjómarskrárákvæðisins fyrir fullum bótum, að hámark bóta verði ekki ákveðið með almennum lögum (nema þá svo hátt, að hámarkið sé ofan við hugsanleg mörk fullra bóta í hvaða tilviki sem er). Það getur ekki talizt nægilegt, að 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.