Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 46

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Page 46
7. ER ÍSLENSKA RÍKIÐ SKAÐABÓTASKYLT GAGNVART ERLU MARÍU SVEINBJÖRNSDÓTTUR Á GRUNDVELLI MEGINREGLU EES-SAMNINGSINS UM SKAÐABÓTASKYLDU SAMNINGSAÐILA? 1. INNGANGUR Það er meginregla EES-samningsins að samningsaðilum ber skylda til að sjá til þess að það tjón fáist bætt sem einstaklingar verða fyrir vegna vanefnda ríkisins á skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum og sem við- komandi EFTA-ríki ber ábyrgð á. Að þessari niðurstöðu komst EFTA-dóm- stóllinn hinn 10. desember 1998 í máli E-9/97: Erla María Sveinbjömsdóttir gegn íslenska ríkinu. Málið kom til umfjöllunar dómstólsins eftir að Héraðs- dómur Reykjavíkur óskaði ráðgefandi álits um túlkun EES-samningsins á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994, sbr. 34. gr. EES-samningsins. Er það í fyrsta sinn sem íslenskur dómstóll færir sér í nyt þessa heimild að lögum við úrlausn ágreinings er fyrir honum liggur. Niðurstaða hins ráðgefandi álits er einkar áhugaverð. Hún snertir eðli EES- samningsins og stöðu hans að landsrétti þeirra EFTA-ríkja sem eiga að samn- ingnum aðild. Fer þar álitamál sem íslenskir lögfræðingar hafa gjaman rökrætt. í umræðunni hefur á það verið bent að EES-samningurinn sé í raun ekkert annað en þjóðréttarsamningur og sem slíkur geti hann ekki haft áhrif nema í samskiptum þeirra þjóða sem eiga að honum aðild. Aðrir hafa á hinn bóginn lagt áherslu á sérstöðu EES-samningsins og það að samningurinn felur á marg- an hátt í sér víðtækari skyldur og réttindi en almennt gerist um þjóðréttarsamn- inga. Segja má að EFTA-dómstóllinn hafi nú staðfest skilning hinna síðar- nefndu. Meginregla um skaðabótaskyldu aðildarríkja felur í sér ríkari rétt ein- staklingsins til að styðjast við þjóðréttarreglur fyrir dómstólum landsréttar en almennt er gert ráð fyrir meðal þjóða sem byggja stjómskipun sína á tvíeðli réttarins.1 Eftirfarandi umfjöllun má skipta í femt. í fyrsta lagi em reifuð helstu atvik og niðurstöður EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu. í öðru lagi er vikið að þeim þáttum álitsins sem helst þykir ástæða til að gera athugasemdir við. í þriðja lagi er fjallað um efni meginreglu EES-samningsins um skaðabótaskyldu samningsaðila svo sem um skilyrði bótaskyldunnar og önnur atriði. Er þá einkum stuðst við forsendur hins ráðgefandi álits en þeim til fyllingar er dóma- framkvæmd Evrópudómstólsins. í fjórða og síðasta lagi er fáeinum orðum vikið að sjónarmiðum sem hafa ber í huga við mat á því hvort íslenska ríkið sé bóta- skylt gagnvart Erlu Maríu á grundvelli meginreglunnar um skaðabótaskyldu samningsaðila. 1 Sjá um hin hefðbundnu sjónarmið um tengsl þjóðaréttar og landsréttar Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti. Úlfljótur, Reykjavík 1986, bls. 13-16. 112

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.