Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 46
7. ER ÍSLENSKA RÍKIÐ SKAÐABÓTASKYLT GAGNVART ERLU MARÍU SVEINBJÖRNSDÓTTUR Á GRUNDVELLI MEGINREGLU EES-SAMNINGSINS UM SKAÐABÓTASKYLDU SAMNINGSAÐILA? 1. INNGANGUR Það er meginregla EES-samningsins að samningsaðilum ber skylda til að sjá til þess að það tjón fáist bætt sem einstaklingar verða fyrir vegna vanefnda ríkisins á skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum og sem við- komandi EFTA-ríki ber ábyrgð á. Að þessari niðurstöðu komst EFTA-dóm- stóllinn hinn 10. desember 1998 í máli E-9/97: Erla María Sveinbjömsdóttir gegn íslenska ríkinu. Málið kom til umfjöllunar dómstólsins eftir að Héraðs- dómur Reykjavíkur óskaði ráðgefandi álits um túlkun EES-samningsins á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994, sbr. 34. gr. EES-samningsins. Er það í fyrsta sinn sem íslenskur dómstóll færir sér í nyt þessa heimild að lögum við úrlausn ágreinings er fyrir honum liggur. Niðurstaða hins ráðgefandi álits er einkar áhugaverð. Hún snertir eðli EES- samningsins og stöðu hans að landsrétti þeirra EFTA-ríkja sem eiga að samn- ingnum aðild. Fer þar álitamál sem íslenskir lögfræðingar hafa gjaman rökrætt. í umræðunni hefur á það verið bent að EES-samningurinn sé í raun ekkert annað en þjóðréttarsamningur og sem slíkur geti hann ekki haft áhrif nema í samskiptum þeirra þjóða sem eiga að honum aðild. Aðrir hafa á hinn bóginn lagt áherslu á sérstöðu EES-samningsins og það að samningurinn felur á marg- an hátt í sér víðtækari skyldur og réttindi en almennt gerist um þjóðréttarsamn- inga. Segja má að EFTA-dómstóllinn hafi nú staðfest skilning hinna síðar- nefndu. Meginregla um skaðabótaskyldu aðildarríkja felur í sér ríkari rétt ein- staklingsins til að styðjast við þjóðréttarreglur fyrir dómstólum landsréttar en almennt er gert ráð fyrir meðal þjóða sem byggja stjómskipun sína á tvíeðli réttarins.1 Eftirfarandi umfjöllun má skipta í femt. í fyrsta lagi em reifuð helstu atvik og niðurstöður EFTA-dómstólsins í máli Erlu Maríu. í öðru lagi er vikið að þeim þáttum álitsins sem helst þykir ástæða til að gera athugasemdir við. í þriðja lagi er fjallað um efni meginreglu EES-samningsins um skaðabótaskyldu samningsaðila svo sem um skilyrði bótaskyldunnar og önnur atriði. Er þá einkum stuðst við forsendur hins ráðgefandi álits en þeim til fyllingar er dóma- framkvæmd Evrópudómstólsins. í fjórða og síðasta lagi er fáeinum orðum vikið að sjónarmiðum sem hafa ber í huga við mat á því hvort íslenska ríkið sé bóta- skylt gagnvart Erlu Maríu á grundvelli meginreglunnar um skaðabótaskyldu samningsaðila. 1 Sjá um hin hefðbundnu sjónarmið um tengsl þjóðaréttar og landsréttar Gunnar G. Schram: Ágrip af þjóðarétti. Úlfljótur, Reykjavík 1986, bls. 13-16. 112
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.