Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1999, Síða 47
2. EFTA-DÓMSMÁLIÐ E-9/97: ERLA MARÍA SVEINBJÖRNSDÓTTIR GEGN ÍSLENSKA RÍKINU 2.1 Málsatvik Atvik málsins voru með þeim hætti að stefnandi, Erla María Sveinbjöms- dóttir, hafði um árabil starfað á vélaverkstæði þegar henni var sagt upp störfum með sex mánaða uppsagnarfresti frá 1. janúar 1995. Þann 22. mars 1995 var vélaverkstæðið tekið til gjaldþrotaskipta. Stefnandi lýsti kröfu í þrotabúið, einkum vegna ógreiddra launa í uppsagnarfresti, og krafðist jafnframt greiðslu úr ábyrgðasjóði launa. Kröfunni í þrotabúið var lýst sem forgangskröfu. Skipta- stjóri hafnaði kröfu stefnanda með vísan til þess að stefnandi væri systir eig- anda 40% hlutafjár í vélaverkstæðinu. Ekki væru skilyrði fyrir því að viður- kenna kröfuna sem forgangskröfu í búið enda væri stefnandi „nákominn" eig- anda hins gjaldþrota fyrirtækis í skilningi 3. mgr. 112. gr., sbr. 3. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Samkvæmt síðamefnda ákvæðinu tekur hug- takið „nákomnir“ meðal annars til manns og félags, sem maður honum nákom- inn á verulegan hlut í, en „nákomnir" eru þeir sem eru „skyldir í beinan legg eða fyrsta lið til hliðar“. Kröfu stefnanda á hendur ábyrgðasjóði launa var hafnað á þeirri forsendu að krafan hefði ekki verið viðurkennd sem forgangskrafa í þrotabúið en það er eitt af meginskilyrðum fyrir greiðsluskyldu sjóðsins, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 53/1993 um ábyrgðasjóð launa vegna gjaldþrota. Einnig var vísað til 6. gr. sömu laga við synjun á kröfu stefnanda en sú grein mælir fyrir um það að tilteknir launþegar geti ekki krafið sjóðinn um greiðslu krafna, meðal annars þeir sem átt hafa 5% hlutafjár eða meira í gjaldþrota hlutafélagi og maki þess sem svo er ástatt um svo og skyldmenni hans í beinan legg og maki skyldmennis í beinan legg. Stefnandi taldi greiðslusynjun ábyrgðasjóðs launa stangast á við ákvæði til- skipunar ráðsins 80/987/EBE frá 20. október 1980 um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vemd til handa launþegum verði vinnuveitandi gjaldþrota, með síðari breytingum (hér eftir tilskipun nr. 80/987). Af því tilefni höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist skaðabóta vegna þess tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Bótakrafan byggðist bæði á almennu skaðabóta- reglunni svo og „á þeirri meginreglu, sem sé að finna í dómaframkvæmd Evr- ópudómstólsins, að ríki sem ekki hafi réttilega lagað löggjöf sína að hinni af- leiddu löggjöf beri skaðabótaábyrgð á því tjóni sem einstaklingar verði fyrir af þeim sökum“.2 Máli sínu til stuðnings vísaði stefnandi til dóms Evrópudóm- stólsins í Francovich-máYmu3 og síðari dómaframkvæmdar. 2.2 Álitaefnin Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur reyndi einkum á tvö álitaefni. Annars vegar á réttmæti þeirrar ákvörðunar að hafna kröfu stefnanda um bætur úr ábyrgðasjóði 2 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 1999 í málinu nr. E-1300/1997. 3 Sameinuð mál C-6/90 og 9/90 Francovicli o.fl. gegn ítalska ríkinu [1991] 1-5357. 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.