Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 87
hætti, sjá 9. gr. Þeim ber að framkvæma skipulega athugun á allri löggjöf sinni
og breyta henni eftir þörfum til að þessu markmiði verði náð. Athugunin skal
ná til allra þrepa samningsgerðarinnar, þ.á m. varðveislu samnings í skjala-
safni.5 Þetta er leyst í íslenska frumvarpinu með svohljóðandi ákvæði: „Ef gerð
er krafa um skriflegan samning í lögum, stjómvaldsfyrirmælum eða með öðrum
hætti er fullnægjandi að mæta þeirri kröfu með rafrænum samningum, enda sé
samningurinn aðgengilegur báðum aðilum og unnt að varðveita hann“, sjá 2.
mgr. 8. gr.
Á þessu eru undantekningar. Aðildarríkjum er heimilt að viðhalda takmörk-
unum á notkun rafrænna samninga í eftirtöldum tilvikum:
Við samninga sem skapa eða yfirfæra rétt yfir fasteignum (nema
leigurétt).
Þegar þörf er á þátttöku dómstóla, stjómvalda eða starfsgreina sem fara
með opinbert vald.
Þegar neytendur eiga í hlut, samningar um ábyrgðarskuldbindingar og
veðtryggingar.
Við samninga á sviði sifja- og erfðaréttar.
Samkvæmt fmmvarpi til lögleiðingar á tilskipuninni hér á landi verður ekki
unnt að gera rafræna samninga á sviði sifja- og erfðaréttar, stimpilskylda samn-
inga og samninga sem stofna eða yfirfæra rétt yfir fasteignum, nema þegar um
leigurétt er að ræða, né heldur þinglýsingar eða lögbókandagerðir.
Kveðið er á um að aðildarríki tilkynni framkvæmdastjóm ESB fyrir hvaða
flokka samninga þau viðhalda formkröfum samkvæmt þessu ákvæði. Vakin er
athygli á að ísland tilkynnir um þetta til Eftirlitsstofnunar EFTA.
I upphaflega frumvarpinu til tilskipunarinnar, sem samið var af framkvæmda-
stjóminni, var atburðarás samningagerðarinnar lýst nákvæmlega. I meðförum
ráðherraráðs og þings breyttist þetta ákvæði þannig að nú segir í 10. gr. að
aðildarríkin skuli tryggja (með löggjöf) að þjónustuveitandi veiti tilteknar upp-
lýsingar áður en þjónustuþegi leggur inn pöntun sína eins og það er orðað. Hér
reynir einnig á að veita upplýsingar um hvort samningur þarf að vera á íslensku
eða hvort og þá á hvaða öðrum tungumálum unnt er að gera samninga. Þegar
þjónustuþegi leggur inn pöntun sína með rafrænum hætti ber þjónustuveitanda
að staðfesta að hafa móttekið pöntunina án teljandi tafa og með rafrænum hætti.
Pöntun og móttökustaðfesting eru mótteknar þegar gagnaðilinn hefur aðgang að
þeim. Hér eru ekki notuð hugtök eins og loforð og samþykki.
Þeir sem ekki flokkast undir neytendur geta samið sig undan ákvæðum 10.
og 11. gr., m.ö.o. em gerðar minni kröfur til upplýsingagjafar til þeirra þjón-
ustuþega sem panta vöm eða þjónustu eða gera samning í tengslum við atvinnu
sína en þegar þeir gera það sama í einkaerindum.
5 Hér verður ekki fjallað um rafrænar undirskriftir.
181