Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 72

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 72
Þar sem upplýsingar eru almennt fullnægjandi og óumdeildar um það hver sé gildandi gjaldstofn, og þar með fjárhæð gatnagerðargjalds samkvæmt gjaldskrá sveitarfélags, er oftast óþarft að veita gjaldanda sérstakt færi á að tjá sig um slíka ákvörðun, sbr. lokamálslið andmælareglu 13. gr. stjómsýslulaga. Ber einnig að hafa í huga að upplýsingar frá gjaldanda um hann sjálfan svo og í sumum tilvikum gjaldstofninn liggja oft fyrir við úthlutun lóðar eða útgáfu byggingarleyfis. Ef allar nauðsynlegar upplýsingar um málsatvik eru ekki ótvíræðar og óumdeildar bæri á hinn bóginn að senda gjaldanda tilkynningu skv. 14. gr. stjómsýslulaga um fyrirhugaða álagningu gjaldsins og veita honum ákveðinn frest til þess að tjá sig um málið, sbr. 13. og 18. gr. sömu laga. Eftir að ákvörðun hefur verið tekin um álagningu gjaldsins ber að tilkynna gjaldanda um hana, sbr. 1. mgr. 20. gr. stjómsýslulaga. Um leið ber að veita honum leiðbeiningar um heimild hans til þess að krefjast rökstuðnings fyrir ákvörðuninni, fylgi hann ekki með, svo og leiðbeiningar um kæruheimild, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. sömu laga. Efni rökstuðnings í slíku máli fæli almennt í sér tilgreiningu á ákvæðum laga nr. 17/1996, reglugerðar 543/1996 svo og gjaldski'á sveitarfélagsins sem ákvörð- unin byggðist á, sbr. 1. mgr. 22. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993. Til þess að sérgreina málið bæri að tilgreina skýrlega gjaldandann svo og þá lóð eða mannvirki sem álagningin varðaði. Loks bæri að tilgreina gjaldstofn álagn- ingarinnar og leiða út með tilvísun í gjaldskrá og eftir atvikum með útreikningi hvemig fjárhæð gjaldsins væri fundin. I samræmi við vandaða stjómsýsluhætti væri síðan almennt rétt að gera grein fyrir því hámarksgjaldi sem leyfilegt hefði verið að taka, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 17/1996 um gatnagerðargjald. Þegar þetta er virt má ljóst vera að auðvelt á að vera fyrir stjórnsýslu sveitar- félaga að láta rökstuðning fylgja með ákvörðun um gatnagerðargjald unt leið og gjaldanda er tilkynnt um álagninguna. Fylgi slíkur rökstuðningur hins vegar ekki hefur gjaldandinn 14 daga til þess að fara fram á rökstuðning fyrir ákvörð- uninni, sbr. 3. ntgr. 21. gr. stjómsýslulaga. I 13. gr. reglugerðar nr. 543/1996 um gatnagerðargjald er tekið fram að verði ágreiningur um ákvörðun og/eða innheimtu gatnagerðargjalds skuli hann bor- inn undir viðkomandi sveitarstjóm eða byggðarráð eftir því hver háttur er hafður á í viðkomandi sveitarfélagi. Aðili máls getur síðan skotið ákvörðun sveitarstjórnar eða byggðarráðs til úrskurðar félagsmálaráðherra, sbr. 5. gr. laga nr. 17/1996. Hafi mál ekki áður verið borið undir sveitarstjóm, eða eftir atvik- um byggðarráð, hefur félagsmálaráðherra vísað málinu frá, sbr. t.d. úrskurði hans frá 13. janúar 1999 og 30. júní 2000. í 5. gr. laga nr. 17/1996 um gatna- gerðargjöld þar sem mælt fyrir um málskot til félagsmálaráðherra er ekki gert að skilyrði að mál hafi áður verið borið undir sveitarstjóm eða byggðarráð áður en það er borið undir ráðuneytið. Ákvæði 13. gr. reglugerðar nr. 534/1996 um gatnagerðargjald er því ekki í samræmi við skýrt ákvæði laganna en tekið skal fram að í 6. gr. laganna er ráðherra ekki falið að setja ákvæði í reglugerð um endurupptöku máls eða stjómsýslukæru. Þar fyrir utan er þetta ákvæði reglu- 166 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.