Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 90
14. LOKAORÐ
Tilskipunin er einkum sett til að hvetja til rafrænna viðskipta innan Evrópu,
ekki síst á milli landa, því að auðvelt er að nálgast tilboð á vefnum hvar sem
maður er staddur. Landfræðileg takmörk eiga því síður að standa virkum innri
markaði fyrir þrifum en í flestum öðrum tilvikum. Tilskipunin er dæmigerð
innri markaðs löggjöf sem leggur áherslu á staðfesturétt, þjónustu yfir landa-
mæri, frelsi til að veita þjónustu án þess að þurfa að sækja um sérstakt leyfi,
upplýsingar sem þjónustuveitandi skal gefa um sjálfan sig og að ágreiningsmál
skuli helst leysa með einhvers konar nýju fyrirkomulagi gerðardóma þar sem
dómendur eiga með sér samstarf á netinu.
A meðan tilskipunin var í undirbúningi voru umræður um alþjóðlegan
einkamálarétt hvað fyrirferðarmestar en óvissu var eytt með því að vísa skýrt í
Rómarsáttmálann um lagaskilarétt og að gera Brusselsáttmálann um lögsögu
dómstóla að reglugerð ráðherraráðsins eins og fram hefur komið hér að framan.
Aðildarskortur að þessum gerðum getur hugsanlega átt eftir að verða þröskuldur
í rafrænum viðskiptum á milli aðila í ESB ríki og EFTA/EES ríkis.
Skrá yfir heimildir og gagnlegar vefsíður:
Brussel/Lugano-sáttmálinn, sbr. nú „Council Regulation No 44/2001 of 22 December
2000 on jurisdiction and the recognition and enforcement of judgements in civil and
commercial matters“.
Frumvarp til laga um rafeyrisfyrirtæki.
Frumvarp til laga um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.
Rómarsáttmálinn - The Rome Convention on the law applicable to contractual
obligations, 19.6.1980.
Tilskipun 2000/31/EB um rafræn viðskipti-Stjórnartíðindi EB, L 178, 17.7.2000, bls.
1.
http://europa.eu.int/ISPO/ecommerce/answers/what.html
http://DG.intemal.market.htm
184