Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 84

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 84
Pöntun vöru á netinu og greiðsla með kreditkorti eru rafræn viðskipti, en afhending vörunnar heyrir ekki undir tilskipunina. 4. INNRI MARKAÐS ÁKVÆÐIÐ Ein meginregla tilskipunarinnar er svonefnt innri markaðs ákvæði, uppruna- landsregla eða stundum nefnt „Evrópupassi“, sjá 3. gr. Efnislega felst helst í þessu ákvæði að staðfesturéttur í einu ESB/EES rflci tryggir rétt til að veita þjónustu í atvinnuskyni í hvaða ESB eða EES landi sem er. Hver þjónustuaðili skal haga starfsemi sinni í samræmi við lög þess rrkis þar sem hann hefur staðfestu. Staðfesturíki ber að hafa eftirlit með því að þjónustuaðilinn framfylgi þeim reglum sem samræmdar eru með tilskipuninni. Tilskipunin gildir aðeins um þjónustuaðila sem hafa staðfestu innan ESB/EES ríkja. Hún gildir því ekki um aðila frá þriðju ríkjum. Þýðing þessa er einkum sú að hvert aðildarríki markar sína eigin stefnu gagnvart þriðju ríkjum, að vísu í samræmi við aðra alþjóðasáttmála sem það er aðili að. Ákveða ber hvar sá sem veitir þjónustuna hefur staðfestu en samkvæmt réttarframkvæmd Evrópudómstólsins er það sá staður þar sem rekin er virk atvinnustarfsemi ótímabundið í fastri starfstöð. Mikilvægt er að gera greinar- mun á staðnum sem það félag sem veitir þjónustu um vefsetur hefur staðfestu (stundar atvinnurekstur sinn) og staðnum þar sem tæknibúnaðurinn á bak við vefsíðu þess er. Síðamefndi staðurinn skiptir ekki máli í skilningi tilskipunar- innar. I tilvikum þar sem þjónustuveitandi hefur staðfestu á fleiri en einum stað er mikilvægt að ákveða hvaðan viðkomandi þjónusta er veitt. 5. UNDANÞÁGUR FRÁ INNRI MARKAÐS ÁKVÆÐINU, AUMENNAR OG SÉRSTAKAR I viðauka við tilskipunina er listi yfir almennar undanþágur frá innri markaðs ákvæðinu. Um er að ræða réttarsvið sem þegar hefur verið sett löggjöf um í ESB. Dæmi um þetta eru ákvæði í tilskipunum um vátryggingafélög sem kveða á um að leysa skuli úr ágreiningi á þeim stað sem tryggingaráhættan er bundin við. Aftur á móti hefur enn ekki verið sett sérstök tilskipun um starfsemi vátryggingamiðlara svo að viðskipti þeirra fara eftir þessari tilskipun eftir því sem við á. í 2. mgr. 44. gr. tilskipunar um verðbréfasjóði (UCITS) eru sér- ákvæði um auglýsingar. Þá eru sérákvæði í höfundaréttartilskipun og tilskipun um hugverkarétt á sviði iðnaðar sem ganga framar þessari almennu tilskipun. I tilskipun um rafeyrisstofnanir3 er gert ráð fyrir að rafeyrisstofnanir, sem gefa út rafeyri í litlu lokuðu kerfi, geti fengið undanþágu frá ákvæðum tilskipunarinnar en þá fá þau ekki svonefndan Evrópupassa og falla ekki undir tilskipunina um 3 Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/46/EB frá 18. september 2000 um stofnun og rekstur rafeyrisstofnana og eftirlit með þeim. 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.