Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 26
aðgengileg.33 í framhaldi af þessu var tilskipunin 9. febrúar 1798 gefin út og upplesin á Alþingi sumarið eftir með eftirfarandi bókun í Alþingisbók: Sama Eptirmiddag vóru að forlagi Hra. Stiptamtmannsins O. Stephánssonar, í Lpg- þingisréttinum upplesnar kónglegar allranáðugustu Forordningar og Placater, m. m. [...] 8) Forordning af 9de Febr. 1798, som forklarer D.L. 5 B. 14 Cap. 56 Art. og N.L. 5 B. 13Cap. 54Art., samt nærmere bestemmer, hvorvidt lpse Quitteringer skulle ansees gyldige for Afbetalinger paa Gjældsbreve, naar samme ej paa Brevene selv ftndes at være afskrevne. Ekki var mikið fjallað um tilskipunina, en þessi frásögn er í Minnisverðum tíðindum sem Landsuppfræðingafélagið gaf út undir ritstjórn Stefáns og Magnúsar Stephensens: Til Islands innsendar nýjar konúnglegar Tilskipanir, Urskurðir og markverðustu Cansellí-bréf eru eptirfylgjandi: [...] Tilskipan af 9da Febr. 1798: 1.) að skulda- heimtu-menn skuli afskrifa á handskrift ens skylduga það, hann hvprt sinn betalar uppá skuld sína, og þaraðauki géfa honum quittánzíu sérílagi; vilji skuldaheimtu- maðurinn þetta ecki gjpra, þarf ecki skuldunautur að svara Rentu af því framboðna. 2.) Lausar quittánzíur fyrir einn part af aðal-skulda summum, gylda einúngis móti þeirn, sem þær hefir útgéfið, enn þeim ecki, sem uppá einhvorn lpglegan máta kynni í hendi að hafa ens skylduga handskrift 3.) Þó skal Rentu lukníng undantaka þessum reglum, og lausar quittánzíur fyrir þær, gylda móti sérhvprjum eganda handskriftar- innar.34 Fyrir kom að dómarar á íslandi færðust undan að dæma í erfiðum málum og þá gerðist tvennt. Þeir dæmdu dóma sem kallaðir voru óendanlegir, með skír- skotun til gagna sem síðar kynnu að vera lögð fram, eða dómarar vísuðu málum ódæmdum frá sér til Alþingis, þar sem þeir þóttust ekki fá yfir þau tekið. Oendanlegir dómar voru bannaðir með Norsku lögum 1687 1-5-13.35 Ovissu verður að eyða, en það má gera með því að fela löggjafanum það eða dómstólunum til úrlausnar. Ef dómstólum er gert skylt að leysa úr sérhverjum ágreiningi merkir það að engin mál sem réttilega eru borin undir þá má láta óútkljáð. Dómstólum er skylt að finna svör við hverju álitamáli. Það greinir lögfræðina frá öðrum tegundum vísinda og fræða að engin óleysanleg vanda- mál finnast þar þegar á reynir. Þetta merkir ekki að dómarar né heldur aðrir lögfræðingar séu alvitrir, en þeir eru undir þau örlög seldir að verða að skera úr, jafnvel vafamálum sem þeir hafa ef til vill aldrei leitt hugann að.36 Og þetta er 33 Ditlev Tamm Jens Ulf j0rgensen: Dansk retshistorie i hovedpunkter fra Landskabslovene til Örsted II. Oversigt over retsudviklingen. Akademisk forlag. Kpbenhavn 1975, bls. 119-121. Sjá einnig Sundberg: fr. Eddan t. Ekelöf, bls 103 og David R. Doublet og Jan Fridthjof Bcrnt: Retten og vitenskapen. En introduktion til rettsvitenskapens vitenskapsfilosofi. 2. utgave. Alma Mater [1993], bls. 83-84. 34 Minnisverð tíðindi frá vordögum 1798 til miðsumars 1801 [...]. II. Bindi. Leirárgörðum við Leirá, 1799-1806, bls. 129-30. 35 Einar Arnórsson: Réttarsaga Alþingis. Reykjavík. Alþingissögunefnd gaf út 1945, bls. 295, 308-09. Petta tíðkaðist einnig í Noregi, sjá Sundberg: fr. Eddan t. Ekelöf, bls. 146. 36 Rúthers: Rechtstheorie, Rn. 314. 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.