Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Síða 26
aðgengileg.33 í framhaldi af þessu var tilskipunin 9. febrúar 1798 gefin út og
upplesin á Alþingi sumarið eftir með eftirfarandi bókun í Alþingisbók:
Sama Eptirmiddag vóru að forlagi Hra. Stiptamtmannsins O. Stephánssonar, í Lpg-
þingisréttinum upplesnar kónglegar allranáðugustu Forordningar og Placater, m. m.
[...] 8) Forordning af 9de Febr. 1798, som forklarer D.L. 5 B. 14 Cap. 56 Art. og
N.L. 5 B. 13Cap. 54Art., samt nærmere bestemmer, hvorvidt lpse Quitteringer
skulle ansees gyldige for Afbetalinger paa Gjældsbreve, naar samme ej paa Brevene
selv ftndes at være afskrevne.
Ekki var mikið fjallað um tilskipunina, en þessi frásögn er í Minnisverðum
tíðindum sem Landsuppfræðingafélagið gaf út undir ritstjórn Stefáns og
Magnúsar Stephensens:
Til Islands innsendar nýjar konúnglegar Tilskipanir, Urskurðir og markverðustu
Cansellí-bréf eru eptirfylgjandi: [...] Tilskipan af 9da Febr. 1798: 1.) að skulda-
heimtu-menn skuli afskrifa á handskrift ens skylduga það, hann hvprt sinn betalar
uppá skuld sína, og þaraðauki géfa honum quittánzíu sérílagi; vilji skuldaheimtu-
maðurinn þetta ecki gjpra, þarf ecki skuldunautur að svara Rentu af því framboðna.
2.) Lausar quittánzíur fyrir einn part af aðal-skulda summum, gylda einúngis móti
þeirn, sem þær hefir útgéfið, enn þeim ecki, sem uppá einhvorn lpglegan máta kynni
í hendi að hafa ens skylduga handskrift 3.) Þó skal Rentu lukníng undantaka þessum
reglum, og lausar quittánzíur fyrir þær, gylda móti sérhvprjum eganda handskriftar-
innar.34
Fyrir kom að dómarar á íslandi færðust undan að dæma í erfiðum málum og
þá gerðist tvennt. Þeir dæmdu dóma sem kallaðir voru óendanlegir, með skír-
skotun til gagna sem síðar kynnu að vera lögð fram, eða dómarar vísuðu málum
ódæmdum frá sér til Alþingis, þar sem þeir þóttust ekki fá yfir þau tekið.
Oendanlegir dómar voru bannaðir með Norsku lögum 1687 1-5-13.35
Ovissu verður að eyða, en það má gera með því að fela löggjafanum það eða
dómstólunum til úrlausnar. Ef dómstólum er gert skylt að leysa úr sérhverjum
ágreiningi merkir það að engin mál sem réttilega eru borin undir þá má láta
óútkljáð. Dómstólum er skylt að finna svör við hverju álitamáli. Það greinir
lögfræðina frá öðrum tegundum vísinda og fræða að engin óleysanleg vanda-
mál finnast þar þegar á reynir. Þetta merkir ekki að dómarar né heldur aðrir
lögfræðingar séu alvitrir, en þeir eru undir þau örlög seldir að verða að skera úr,
jafnvel vafamálum sem þeir hafa ef til vill aldrei leitt hugann að.36 Og þetta er
33 Ditlev Tamm Jens Ulf j0rgensen: Dansk retshistorie i hovedpunkter fra Landskabslovene til
Örsted II. Oversigt over retsudviklingen. Akademisk forlag. Kpbenhavn 1975, bls. 119-121. Sjá
einnig Sundberg: fr. Eddan t. Ekelöf, bls 103 og David R. Doublet og Jan Fridthjof Bcrnt:
Retten og vitenskapen. En introduktion til rettsvitenskapens vitenskapsfilosofi. 2. utgave. Alma
Mater [1993], bls. 83-84.
34 Minnisverð tíðindi frá vordögum 1798 til miðsumars 1801 [...]. II. Bindi. Leirárgörðum við
Leirá, 1799-1806, bls. 129-30.
35 Einar Arnórsson: Réttarsaga Alþingis. Reykjavík. Alþingissögunefnd gaf út 1945, bls. 295,
308-09. Petta tíðkaðist einnig í Noregi, sjá Sundberg: fr. Eddan t. Ekelöf, bls. 146.
36 Rúthers: Rechtstheorie, Rn. 314.
120