Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 67
3. LÖG NR. 17/1996 UM GATNAGERÐARGJALD
3.1 Inngangur
I áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 78/1989 benti hann á að óviðunandi
óvissa væri um skilyrði laga til álagningar B-gatnagerðargjalds skv. 3. gr. laga
nr. 51/1974 og ýmsum reglugerðum settum með heimild í þeim lögum. Þá væri
sá ágalli á stjórnsýsluframkvæmd að vegna afstöðu félagsmálaráðuneytisins
ættu gjaldendur þess engan kost að skjóta álagningu gatnagerðargjalds til æðra
stjómvalds. Af þessum sökum taldi umboðsmaður brýnt að lög nr. 51/1974
yrðu endurskoðuð. Af þessu tilefni og að öðru leyti með tilliti til fjölda þeirra
mála sem dómstólar höfðu fjallað um skipaði félagsmálaráðherra nefnd hinn 2.
febrúar 1994 til að endurskoða lögin. Nefndin samdi frumvarp sem lagt var
fyrir Alþingi og varð að lögum nr. 17/1996 um gatnagerðargjald. Frumvarpinu
fylgdu drög að reglugerð um gatnagerðargjald.
Fimm meginbreytingar voru gerðar með hinum nýju lögum:
I fyrsta lagi var mælt svo fyrir að gatnagerðargjald skyldi ekki vera tvískipt,
þ.e. A- og B-gatnagerðargjöld. Þannig var lagt til að B-gatnagerðargjald skyldi
fellt niður. í ákvæði laganna til bráðabirgða er þó gerð undantekning frá þessu
og verður nánar vikið að henni í kafla 3.13.
í öðru lagi var 2. gr. laganna byggð á því að ráðstöfun gatnagerðargjalds
skyldi ekki bundin við gerð gatna við þær lóðir eða mannvirki sem gatna-
gerðargjald væri innheimt af.
í þriðja lagi var hámark gatnagerðargjaldsins afmarkað með þeim hætti að
það gat nú numið allt að 15% af heildarbyggingarkostnaði samsvarandi ein-
ingar í vísitöluhúsi fjölbýlis eins og hann var hverju sinni samkvæmt útreikn-
ingum Hagstofu íslands á grundvelli laga nr. 42/1987, sbr. 3. mgr. 3. gr. lag-
anna. Fjárhæð gatnagerðargjalds var því ekki lengur bundin við áætlaðan
kostnað eða raunkostnað við gatnagerð.
í fjórða lagi var mælt fyrir um kæruheimild á ákvörðunum um gatnagerðar-
gjald til félagsmálaráðuneytisins, sbr. 5. gr. laganna.
í fimmta lagi var mælt svo fyrir að ein reglugerð um gatnagerðargjald skyldi
gilda fyrir landið allt en ekki reglugerð eða samþykkt fyrir hvert sveitarfélag
fyrir sig, sbr. 6. gr. laganna.
3.2 Lagaskil
Lög nr. 17/1996 öðluðust gildi hinn 1. janúar 1997, sbr. 7. gr. laganna. Undir
gildissvið laganna falla því lóðir sem eru í eigu sveitarfélags eða sveitarfélag
hefur ráðstöfunarrétt á og úthlutað hefur verið eftir 1. janúar 1997. Þar falla
einnig undir lóðir sem eru í eigu annarra ef leyfi til að byggja á þeim hefur
verið gefið út af byggingaryfirvöldum eftir 1. janúar 1997. I 2. tölul. ákvæðis
til bráðabirgða er tekið fram að samningar um gatnagerðargjöld af tilteknum
lóðum sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafi gert við sveitarstjómir, svo og
skilmálar varðandi gatnagerðargjald sem sveitarstjóm hafi sett og lóðarhafi eða
161