Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 67

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Side 67
3. LÖG NR. 17/1996 UM GATNAGERÐARGJALD 3.1 Inngangur I áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 78/1989 benti hann á að óviðunandi óvissa væri um skilyrði laga til álagningar B-gatnagerðargjalds skv. 3. gr. laga nr. 51/1974 og ýmsum reglugerðum settum með heimild í þeim lögum. Þá væri sá ágalli á stjórnsýsluframkvæmd að vegna afstöðu félagsmálaráðuneytisins ættu gjaldendur þess engan kost að skjóta álagningu gatnagerðargjalds til æðra stjómvalds. Af þessum sökum taldi umboðsmaður brýnt að lög nr. 51/1974 yrðu endurskoðuð. Af þessu tilefni og að öðru leyti með tilliti til fjölda þeirra mála sem dómstólar höfðu fjallað um skipaði félagsmálaráðherra nefnd hinn 2. febrúar 1994 til að endurskoða lögin. Nefndin samdi frumvarp sem lagt var fyrir Alþingi og varð að lögum nr. 17/1996 um gatnagerðargjald. Frumvarpinu fylgdu drög að reglugerð um gatnagerðargjald. Fimm meginbreytingar voru gerðar með hinum nýju lögum: I fyrsta lagi var mælt svo fyrir að gatnagerðargjald skyldi ekki vera tvískipt, þ.e. A- og B-gatnagerðargjöld. Þannig var lagt til að B-gatnagerðargjald skyldi fellt niður. í ákvæði laganna til bráðabirgða er þó gerð undantekning frá þessu og verður nánar vikið að henni í kafla 3.13. í öðru lagi var 2. gr. laganna byggð á því að ráðstöfun gatnagerðargjalds skyldi ekki bundin við gerð gatna við þær lóðir eða mannvirki sem gatna- gerðargjald væri innheimt af. í þriðja lagi var hámark gatnagerðargjaldsins afmarkað með þeim hætti að það gat nú numið allt að 15% af heildarbyggingarkostnaði samsvarandi ein- ingar í vísitöluhúsi fjölbýlis eins og hann var hverju sinni samkvæmt útreikn- ingum Hagstofu íslands á grundvelli laga nr. 42/1987, sbr. 3. mgr. 3. gr. lag- anna. Fjárhæð gatnagerðargjalds var því ekki lengur bundin við áætlaðan kostnað eða raunkostnað við gatnagerð. í fjórða lagi var mælt fyrir um kæruheimild á ákvörðunum um gatnagerðar- gjald til félagsmálaráðuneytisins, sbr. 5. gr. laganna. í fimmta lagi var mælt svo fyrir að ein reglugerð um gatnagerðargjald skyldi gilda fyrir landið allt en ekki reglugerð eða samþykkt fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig, sbr. 6. gr. laganna. 3.2 Lagaskil Lög nr. 17/1996 öðluðust gildi hinn 1. janúar 1997, sbr. 7. gr. laganna. Undir gildissvið laganna falla því lóðir sem eru í eigu sveitarfélags eða sveitarfélag hefur ráðstöfunarrétt á og úthlutað hefur verið eftir 1. janúar 1997. Þar falla einnig undir lóðir sem eru í eigu annarra ef leyfi til að byggja á þeim hefur verið gefið út af byggingaryfirvöldum eftir 1. janúar 1997. I 2. tölul. ákvæðis til bráðabirgða er tekið fram að samningar um gatnagerðargjöld af tilteknum lóðum sem lóðarhafar eða lóðareigendur hafi gert við sveitarstjómir, svo og skilmálar varðandi gatnagerðargjald sem sveitarstjóm hafi sett og lóðarhafi eða 161
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.