Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 64
að B-gatnagerðargjald væri gjaldkræft, þegar lagningu bundins slitlags og gangstéttar „við hlutaðeigandi götu er lokið“. Þrátt fyrir þetta orðalag hefur verið talið heimilt að jafna niður kostnaði við bundið slitlag og gangstéttir fleiri gatna sem unnið er að í einum áfanga. I dómi Hæstaréttar, H 1991 615, var deilt um innheimtu B-gatnagerðargjalda vegna lagningar bundins slitlags og gang- stétta á götur í Vogum á Vatnsleysuströnd. Verkið var boðið út í einu lagi og fyrir lá hver heildarkostnaður sveitarfélagsins af því var. Af dóminum verður ráðið að heimilt getur verið að jafna heildarkostnaði af verki niður við þær götur, sem hver áfangi verks tekur til, þegar unnið er að lagningu slitlags og gangstétta í áföngum, sbr. og álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 840/1993. Aftur á móti hefur verið talið óheimilt að jafna heildarkostnaði af aðskildum gatnagerðarframkvæmdum sveitarfélags yfir margra ára tímabil niður á hús- eignir við götur þar sem slíkar framkvæmdir áttu sér stað enda er þá óvissu háð hvort heildargjaldtaka vegna gatnagerðarframkvæmdar svarar til kostnaðar sveitarfélagsins af henni. Grundvallarregla laga nr. 51/1974 um álagningu sér- staks gatnagerðargjalds (B-gatnagerðargjalds) var ótvírætt sú að álagt gjald skyldi miðast við raunverulegan kostnað sveitarfélags af gatnagerðarfram- kvæmd, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna, en ekki kostnaði vegna annarra og óskyldra gatnagerðarframkvænrda. I ljósi þessara reglna var það niðurstaða umboðs- manns Alþingis í máli nr. 2637/1999 að álagning Egilsstaðabæjar á B-gatna- gerðargjöldum, sem ekki byggðist á raunverulegum kostnaði bæjarins af hlutaðeigandi gatnagerðarframkvæmdum heldur upplýsingum um meðal- kostnað sveitarfélagsins af gatnagerð yfir 12 ára tímabil, væri ekki í samræmi við lög. Mistök bæjaryfirvalda í framangreindu máli voru að reikna B-gatnagerðar- gjald út með aðferðum sem einvörðungu hafði í framkvæmd verið talið heimilt að nota við útreikning á A-gatnagerðargjaldi, sbr. 2. gr. laganna, en þar er kveðið á um „áætlaðan meðalkostnað" eins og fyrr greinir. Þegar raunkostnaður af verki var reiknaður út mátti eingöngu taka tillit til kostnaðarliða sem stöfuðu af lagningu bundins slitlags og gangstétta. í dómi Hæstaréttar, H 1991 615, var talið heimilt að taka með í reikninginn kostnað við að ganga frá graseyjum við götur enda væru graseyjar hluti gatna víða um land. Einnig var talið heimilt að taka með kostnað við uppgröft sem lítið kostaði tiltölulega og þótti eðlilegur hluti af malbikunarframkvæmdum. Loks var talið heimilt að líta til kostnaðar af stjórnun við verkið enda væri þar um óhjákvæmi- legan hluta framkvæmdanna að ræða. í fjórum úrskurðum félagsmálaráðuneytisins frá 15. febrúar 2000, sem vörðuðu deilur um fjárhæð gatnagerðargjalda vegna lagningar bundins slitlags á götu í Hveragerði, taldi ráðuneytið að óheimilt hefði verið að líta til kostnaðar vegna frárennslislagna við útreikning á fjárhæð gjaldsins, enda væri að finna sérstaka gjaldtökuheimild til að standa straum af stofn- og rekstrarkostnaði holræsakerfis sveitarfélaga í X. kafla vatnalaga nr. 15/1923. Einnig var talið óheimilt að fella þar undir kostnað við að koma á götulýsingu. 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.