Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 65
2.2.6 Upplýsingaréttur gjaldanda Deilt hefur verið um hvort gjaldendur eigi rétt á að upplýsingum frá sveitar- félagi um hver hafi orðið kostnaður af lagningu bundins slitlags og gangstétta sem þeim er gert að greiða fyrir. Eins og áður segir eru B-gatnagerðargjöld bundin við það að fjárhæð þeirra sé hinn raunverulegi kostnaður sveitarfélags af slíkum framkvæmdum og að jafna skuli honum niður á gjaldendur. í áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 840/1993 taldi umboðsmaður að gjaldandi hefði lögvarða hagsmuni af því að fá upplýsingar um kostnað af verki. Áréttaði hann að við álagningu gjalda væri það grundvallarregla að gjaldendur ættu kröfu á að fá upplýst hvaða kostnaði þau ættu að standa straum af og hvemig álagningu væri háttað. Væri það forsenda þess að unnt væri að bregaðst við ólögmætri gjaldtöku. Þessi sjónarmið eru áréttuð í áliti umboðsmanns Alþingis í máli nr. 2637/1999 en þar er jafnframt vísað til viðhorfa af sama toga sem fram komu í dómi Hæstaréttar, H 1998 1800. 2.2.7 Hvenær eru B-gatnagerðargjöId gjaldkræf? í 2. mgr. 6. gr. laga nr. 51/1974 er skýrt tekið af skarið um að sérstakt gatna- gerðargjald skv. 3. gr., þ.e. B-gatnagerðargjald, sé gjaldkræft þegar lagningu bundins slitlags og gangstéttar við hlutaðeigandi götu sé lokið. Vegna þessa skýra og ótvíræða orðalags mátti ætla að ekki hefði átt að vera neinum vafa undirorpið hvenær B-gatnagerðargjöld gætu fyrst orðið gjaldkræf. Engu að síður hafa mörg deilumál risið um þetta atriði. Af ótvíræðri reglu 4. gr. laganna um niðurjöfnun raunkostnaðar af fram- kvæmdum leiðir óhjákvæmilega að ekki liggur fyrir hver sá kostnaður er fyrr en hann er allur korninn fram. Fullnægjandi upplýsingar um allan kostnað við framkvæmdir liggja oft ekki fyrir fyrr en framkvæmdum er lokið. Af þeim sökum þarf ekki að koma á óvart þótt 2. mgr. 6. gr. laganna bindi tímamarkið við að framkvæmdum við hlutaðeigandi götu sé lokið. Samkvæmt skýru orðalagi 2. mgr. 6. gr. laganna eru B-gatnagerðargjöld því fyrst gjaldkræf við lok framkvæmda, sbr. og álit umboðsmanns Alþingis í málum nr. 78/1989, nr. 139/1989, nr. 840/1993, nr. 826/1993 og nr. 2637/1999. Frá framangreindri meginreglu er undantekning sem mótuð hefur verið af Hæstarétti með dómi, H 1991 615. í dóminum var ekki talið að óheimilt væri „að áætla nálægt verklokum nokkurt fé til ólokinna minni háttar framkvæmda og óvissuþátta". Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ekki í samræmi við ótvírætt orðalag 2. mgr. 6. gr. laganna. Vafalítið er hún byggð á hagkvæmnis- og skil- virknissjónarmiðum þar sem reynt er að koma til móts við þarfir stjómsýslu sveitarfélaga. Fram hjá því verður hins vegar ekki litið að með þeim litla fingri sem Hæstaréttur rétti þama stjómsýslu sveitarfélaga fylgdu hratt á eftir aðrir líkamshlutar. Mörg deilumál risu þar á eftir þar sem nokkur sveitarfélög færðu sig upp á skaftið og hófu nú að leggja á B-gatnagerðargjöld löngu áður en fram- kvæmdum var lokið og það jafnvel áður en framkvæmdir voru hafnar, sbr. til hliðsjónar álit félagsmálaráðuneytisins frá 7. september 2001. 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.