Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 10
það vel að þeim breytingum á þjóðfélaginu sem fylgdu vexti verzlunar og
viðskipta. Keisari hins rómverska ríkis miðalda brást við þessu framtaki páfa
með því að styðja kröfur sínar til lagasetningarvalds við lög Jústiníans keisara
frá 6. öld e. Kr. Þeim rökum beittu síðan konungar hinna vaxandi þjóðríkja á
13. og 14. öld.5 Með þessu varð sú gagngera breyting að lögin urðu tæki
valdhafa til að stjóma, en jafnframt losnaði um þau höft sem hin foma lagahefð
hafði lagt á hendur valdsmanna.
Bylting Gregors páfa VII. markar ekki einungis þáttaskil í viðhorfum til
lagasetningar, heldur einnig upphaf nútíma ríkis, enda fylgdi á eftir skipulagt
stjórnkerfi með stjómsýslustofnunum, sköttum og skyldum, föstum embættum
o.s.frv. Síðan gengu veraldarhöfðingjar í fótspor kirkjunnar um skipulag ríkja
sinna. Þannig stendur vagga nútíma ríkis innan vébanda kaþólsku miðalda-
kirkjunnar. Þótt kirkjan yrði þannig sjálfstæð með eigið stjómkerfi héldust um
langt skeið margvísleg tengsl milli hins andlega og veraldlega valds.6
En þrátt fyrir þetta gekk lagasetningarvaldið ekki til konunga og fursta
einna, heldur var það einnig í talið höndum landslýðsins, raunar oddvita hans,
eins og fyrmrn hafði verið, oftast í samvinnu beggja. Og enn mótaðist
lagasetning að nokkru leyti af hinum fomu hugmyndum með því að löggjafar
töldu sig vera að leiða í ljós gömul og góð lög, en ekki setja ný nema þá að
óverulegu leyti og þá í anda þeirra og til umbóta á þeim.7 Þetta setti mark sitt á
form laganna. Þau vom atviksbundin eða kasúísk. Þetta birtist glögglega í
Grágás og einnig Jónsbók.
4. ATVIKSBUNDNAR LAGAREGLUR VERÐA ALMENNAR
Atviksbundnar lagareglur sem lýstu ákveðinni og afmarkaðri atburðarás
þróuðust smám saman í þá átt að vera almennar og óhlutbundnar og þá varð að
grípa til þess að skilgreina og lýsa sem almennast hverju einu sem gerist í
samskiptum manna. Nú varð eitt helzta einkenni lagareglna að leitazt var við að
einfalda flókið ferli og færa fjölda valkosta í fáa. Þannig eru í almennum og
óhlutbundnum reglum sett fram viðmið um háttsemi án þess að vísað sé til
5 Sjá nánar Sigurð Líndal: „Stjómskipunarhugmyndir og stjómarhættir til loka hámiðalda". Saga
Islands III. Samin að tilhlutan Þjóðhátíðamefndar 1974 [...]. Hið íslenzka bókmenntafélag -
Sögufélagið. Reykjavík 1978, bls. 4 o.áfr. Sami: „Lög og lagasetning í íslenzka þjóðveldinu".
Skímir. Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags 158. ár (1984), bls. 121-58.
6 H. Krause: „Gesetzgebung". Handwörterbuch zur deutschen Rechtsgeschichte I, 1606-20.
Harold J. Berman: Law and Revolution. The Formation of Westem Legal Tradition. [...]. Harvard
University Press [...1999], bls. 18, 28, 85 o.áfr., 113 o.áfr. 535. Sigurður Líndal: „Early
Democratic Traditions in the Nordic Countries". Nordic Democracy. [...]. Det Danske Selskab.
Copenhagen 1981, bls. 22-25.
7 í bréfi Magnúsar lagabætis sem fylgdi Jónsbók er lögð áherzla á lagabætur en ekki lagasetning.
Þar segir meðal annars: „Þér vitið, að hinir skilríkastu menn af Islandi hafa iðulega getið fyrir oss,
að þér hafið spurt, að vér höfum hlut í átt að bæta nokkuð um flestar lögbækur í Noregs konungs
ríki með hinna beztu manna ráði, og beðið oss, að yður bók [Jámsíða] skyldi eigi þeirra umbóta
hlutlaus vera“. I samræmi við þetta vom breytingar og viðaukar við Jónsbók ekki kölluð nýmæli,
heldur réttarbætur.
104