Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 70
nr. 17/1996 er sett lögbundið þak á fjárhæð gatnagerðargjalda. Samkvæmt 3.
mgr. laganna getur gatnagerðargjald, sem miðað er við rúmmál eða flatarmál
byggingar, numið allt að 15% af heildarbyggingarkostnaði samsvarandi ein-
ingar í vísitöluhúsi fjölbýlis eins og hann er hverju sinni samkvæmt útreikn-
ingum Hagstofu Islands á grundvelli laga nr. 42/1987 um vísitölu byggingar-
kostnaðar. I 3. mgr. 5. gr. reglugerðar m. 543/1996 um gatnagerðargjald er tekið
fram að hámark gatnagerðargjalds samkvæmt framansögðu gildi jafnt um
einstaka byggingaráfanga eða húshluta og byggingar í heild.
Þar sem vísitala byggingarkostnaðar tekur ekki til lóðarstærðar á sama hátt
og til flatarmáls og rúmmáls húss er mælt svo fyrir að gatnagerðargjald, sem
miðað er við stærð lóðar, skuli ekki vera hærra en væri það miðað við stærð
byggingar samkvæmt gildandi aðal- eða deiliskipulagi. I athugasemdum við 3.
gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 17/1996, er ákvæðið skýrt svo að slfkt
gjald megi þá ekki vera hærra en það gæti hæst orðið ef miðað væri við rúmmál
og/eða flatarmál byggingar á lóðinni samkvæmt gildandi aðal- eða deiliskipu-
lagi.8
I 2. mgr. 78. gr. stjómarskrárinnar, sbr. 16. gr. stjómarskipunarlaga nr.
97/1995, er tekið fram að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum,
svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvemig þeir eru nýttir. í 4. mgr. 7. gr.
sveitarstjómarlaga nr. 45/1998, með síðari breytingum, er tekið fram að
sveitarfélög skuli hafa sjálfstæða tekjustofna og sjálfsforræði á gjaldskrá eigin
fyrirtækja og stofnana til þess að mæta kostnaði við framkvæmd þeirra
verkefna sem fyrirtækin og stofnanimar annast. I 2. mgr. 6. gr. laga nr. 17/1996
um gatnagerðargjald er tekið fram að sveitarstjóm skuli setja sérstaka gjaldskrá
fyrir gatnagerðargjald þar sem kveðið sé nánar á um álagningu gjaldsins o.fl. I
athugasemdum við 6. gr. frumvarps þess, er varð að lögum nr. 17/1996, er tekið
fram að þrátt fyrir að sett verði reglugerð sem taki til landsins alls verði að veita
sveitarstjómum svigrúm til að kveða á um fjárhæð gatnagerðargjaldsins innan
þess ramma sem settur sé í 3. mgr. 3. gr. frumvarpsins, greiðsluskilmála og þess
háttar sem eðlilegt sé að ákveðið verði með mismunandi hætti eftir aðstæðum.
Sé það í samræmi við meginreglu 5. mgr. 6. gr. þágildandi sveitarstjómarlaga
nr. 8/1986 um forræði sveitarfélaga á gjaldskrám eigin fyrirtækja og stofnana.9
Af framansögðu athuguðu verður ekki annað séð en að sveitarstjómir hafi
frjálst mat um upphæð gatnagerðargjalds skv. lögum nr. 17/1996 svo lengi sem
þess er gætt að gjöldin fari ekki upp fyrir lögbundið hámark þeirra skv. 3. mgr.
3. gr. laganna og að fjárhæð þeirra í gjaldskrá sé byggð á löglegum og málefna-
legum sjónarmiðum.
8 Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 992.
9 Alþt. 1995-1996, A-deild, bls. 993.
164