Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 49
Til viðbótar við 10. og 11. gr. ber hér að nefna 18. gr. samkeppnislaga sem varðar eftirlit með samruna, en það ákvæði snertir að nokkru efni þessarar greinar. Meginatriði greinarinnar er það að samkeppnisráð getur ógilt samruna sem þegar hefur átt sér stað eða sett samruna skilyrði ef skilyrðum greinarinnar er að öðru leyti fullnægt. Samkvæmt þessu hafa samkeppnisyfirvöld heimild til að gefa fyrirmæli um að samruni skuli ganga til baka. Með þessu eru sam- keppnisyfirvöldum veittar skýrar heimildir til að vinna gegn samkeppnis- hömlum sem felast í því að til verði markaðsráðandi fyrirtæki með samruna við önnur eða með því að taka yfir keppinaut eða markaðsráðandi fyrirtæki styrki enn stöðu sína með þeim hætti.28 Astæðan fyrir því að um þetta ákvæði er fjallað hér er sú að undir heimildir samkeppnisyfirvalda í málum af þessu tagi falla úrræði sem telja má að séu skyld því sem hér er kallað skipting fyrirtækis með opinberu valdboði. Þetta getur gerst með því að gefin séu fyrirmæli um að ólöglegur samruni skuli ganga til baka eða sett séu skilyrði um sölu eigna o.s.frv. Sem dæmi um setningu skilyrða af þessu tagi er ákvörðun samkeppnis- ráðs nr. 4/2001 varðandi samruna Lyfju hf. og Lyfjabúða hf. í ákvörðun sinni taldi samkeppnisráð að um væri að ræða samruna sem félli undir 18. gr. sam- keppnislaga og ennfremur að samruninn leiddi til markaðsyfirráða hins sam- einaða fyrirtækis og hann drægi verulega úr samkeppni. I stað þess að ógilda samruna setti samkeppnisráð hinu sameinaða fyrirtæki skilyrði um að það skyldi selja nokkrar af lyfjabúðum sínum. Þá var í ákvörðuninni mælt svo fyrir að fyrirtækinu væri óheimilt að kaupa eða yfirtaka lyfjabúðir í rekstri á höfuð- borgarsvæðinu nema að höfðu samráði við samkeppnisstofnun. I V. kafla laganna ræðir um eftirlit með samkeppnishömlum, sbr. nánar 17,- 19. gr. Um 18. gr. hefur verið rætt, en þar sem hún fjallar um úrræði vegna ólög- legs samruna snertir hún efni þessarar greinar aðeins óbeint. Aftur á móti er 17. gr. mjög mikilvæg í þessu sambandi. Eftir þær breytingar sem gerðar voru með lögum nr. 107/2000 hljóðar 17. gr. svo: Samkeppnisráð getur gripið til aðgerða gegn: a. samningum, skilmálum og hvers konar athöfnum sem brjóta í bága við 10., 11. og 12. gr„ b. athöfnum opinberra aðila að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni að því tilskildu að sérlög hafi ekki að geyma sérstakar reglur um heimild eða skyldu til slíkra athafna, c. aðstæðum sem hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Aðgerðir samkeppnisráðs geta falið í sér bann, fyrirmæli eða heimild með ákveðnu skilyrði. Aðgerðir geta m.a. falið í sér að samkeppnisráð grípi til ákvörðunar um verð og viðskiptakjör einstakra fyrirtækja eða fyrirtækjahópa, enda verði að mati samkeppnisráðs ekki með öðru móti komið f veg fyrir skaðleg áhrif á samkeppni í viðkomandi grein. 28 Varðandi skýringar við 18. gr. vísast til athugasemda í greinargerð. Sbr. einnig dómur Hæstaréttar íslands, H 1998 1300, sem byggist á ákvæðinu eins og það var fyrir breytingu þá sem gerð var með lögum nr. 107/2000. 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.