Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Blaðsíða 52
Ákvörðun 29/97. „Með vísan til 17. gr. samkeppnislaga beinir samkeppnisráð þeim
fyrirmælum til Tryggingastofnunar ríkisins að ganga til samninga við tannsmíða-
meistara sem sérhæfðir eru í smíði á lausum gervigómum, um lögboðnar endur-
greiðslur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og þá sem slysatryggðir eru samkvæmt
almannatryggingalögum. á þeim grundvelli sem markaður er í almannatrygginga-
lögum“.
Þessi dæmi vitna um það hversu fjölbreytileg og hversu mismunandi fyrir-
mæli samkeppnisráðs geta verið, allt eftir því hvað á við í einstökum málum.
Þá er tímabært að freista þess að svara annarri spumingunni sem sett er fram
hér að framan. Spurningin verður nánar sú hvort samkeppnisráð geti á grund-
velli 2. mgr. 17. gr. gefið fyrirmæli um að fyrirtæki skuli skipt upp og hluti þess
seldur vegna brota (og jafnvel endurtekinna brota) eða einfaldlega á þeirri
forsendu að staða fyrirtækis sé svo sterk á markaði að þar séu aðstæður sem
skaðlegar séu samkeppni. Svo spurt sé með öðru orðalagi; getur verið að í þessu
ákvæði felist heimildir til handa samkeppnisráði til þess að endurskipuleggja
markaðinn þannig að hann verði talinn í samræmi við markmið laganna, án
tillits til þess hvort um tiltekin brot sé að ræða?
Svo vill til að samkeppnisráð hefur sjálft að nokkru tekið afstöðu til þessara
álitaefna. Er því eðlilegt að byrja á því lýsa þeirri afstöðu. Hugleiðingar um
þetta er að finna í ákvörðun ráðsins nr. 21/1998 þar sem fjallað var um
breiðband Landssíma Islands.31 I hluta II B 7 í ákvörðuninni ræðir ráðið um
möguleg úrræði vegna sterkrar stöðu Landssímans á fjarskiptamarkaði, einkum
breiðbands Landssímans. Af þeirri umfjöllun verður Ijós sú afstaða samkeppnis-
yfirvalda að þau telja, án tillits til tiltekinna brota, stöðu Landssímans í raun
ógna samkeppni og erfitt sé að samræma hana markmiðum samkeppnislaga. í
ákvörðuninni segir m.a. orðrétt:
Eins og áður sagði telur samkeppnisráð að þær aðstæður sem skapast hafa og eru að
skapast á fjarskiptamarkaði geti haft skaðleg áhrif á samkeppni og stríði þar með
gegn markmiði og tilgangi samkeppnislaga. Ljóst er að þau skaðlegu áhrif sem hér
um ræðir eru alger yfirburðastaða Landssíma Islands á markaði fyrir sölu aðgangs að
grunnfjarskiptavirkjum.
I ákvörðun segir samkeppnisráð jafnframt að samkeppnislög hafi að geyma
„óvenju skýrar heimildir“ til að grípa til aðgerða gegn röskun á samkeppni sem
ekki stafar af tilteknum aðgerðum. Lítur samkeppnisráð svo á að í 17. gr. sé að
finna heimildir til að grípa til hvers konar ráðstafana sem unnt sé að sýna fram
á með rökum að séu nauðsynlegar til að tryggja virka samkeppni, nema skýr
31 Umræddur hluti ákvörðunarinnar varðar aðeins hugleiðingar samkeppnisráðs um möguleg
úrræði síðar án þess að þær séu hluti af ákvörðun samkeppnisráðs um þau ágreiningsefni sem uppi
voru í málinu.
146