Tímarit lögfræðinga - 01.07.2002, Qupperneq 72
Þar sem upplýsingar eru almennt fullnægjandi og óumdeildar um það hver sé
gildandi gjaldstofn, og þar með fjárhæð gatnagerðargjalds samkvæmt gjaldskrá
sveitarfélags, er oftast óþarft að veita gjaldanda sérstakt færi á að tjá sig um
slíka ákvörðun, sbr. lokamálslið andmælareglu 13. gr. stjómsýslulaga. Ber
einnig að hafa í huga að upplýsingar frá gjaldanda um hann sjálfan svo og í
sumum tilvikum gjaldstofninn liggja oft fyrir við úthlutun lóðar eða útgáfu
byggingarleyfis. Ef allar nauðsynlegar upplýsingar um málsatvik eru ekki
ótvíræðar og óumdeildar bæri á hinn bóginn að senda gjaldanda tilkynningu
skv. 14. gr. stjómsýslulaga um fyrirhugaða álagningu gjaldsins og veita honum
ákveðinn frest til þess að tjá sig um málið, sbr. 13. og 18. gr. sömu laga.
Eftir að ákvörðun hefur verið tekin um álagningu gjaldsins ber að tilkynna
gjaldanda um hana, sbr. 1. mgr. 20. gr. stjómsýslulaga. Um leið ber að veita
honum leiðbeiningar um heimild hans til þess að krefjast rökstuðnings fyrir
ákvörðuninni, fylgi hann ekki með, svo og leiðbeiningar um kæruheimild, sbr.
1. og 2. tölul. 2. mgr. 20. gr. sömu laga.
Efni rökstuðnings í slíku máli fæli almennt í sér tilgreiningu á ákvæðum laga
nr. 17/1996, reglugerðar 543/1996 svo og gjaldski'á sveitarfélagsins sem ákvörð-
unin byggðist á, sbr. 1. mgr. 22. gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993. Til þess að
sérgreina málið bæri að tilgreina skýrlega gjaldandann svo og þá lóð eða
mannvirki sem álagningin varðaði. Loks bæri að tilgreina gjaldstofn álagn-
ingarinnar og leiða út með tilvísun í gjaldskrá og eftir atvikum með útreikningi
hvemig fjárhæð gjaldsins væri fundin. I samræmi við vandaða stjómsýsluhætti
væri síðan almennt rétt að gera grein fyrir því hámarksgjaldi sem leyfilegt hefði
verið að taka, sbr. 3. mgr. 3. gr. laga nr. 17/1996 um gatnagerðargjald.
Þegar þetta er virt má ljóst vera að auðvelt á að vera fyrir stjórnsýslu sveitar-
félaga að láta rökstuðning fylgja með ákvörðun um gatnagerðargjald unt leið og
gjaldanda er tilkynnt um álagninguna. Fylgi slíkur rökstuðningur hins vegar
ekki hefur gjaldandinn 14 daga til þess að fara fram á rökstuðning fyrir ákvörð-
uninni, sbr. 3. ntgr. 21. gr. stjómsýslulaga.
I 13. gr. reglugerðar nr. 543/1996 um gatnagerðargjald er tekið fram að verði
ágreiningur um ákvörðun og/eða innheimtu gatnagerðargjalds skuli hann bor-
inn undir viðkomandi sveitarstjóm eða byggðarráð eftir því hver háttur er
hafður á í viðkomandi sveitarfélagi. Aðili máls getur síðan skotið ákvörðun
sveitarstjórnar eða byggðarráðs til úrskurðar félagsmálaráðherra, sbr. 5. gr. laga
nr. 17/1996. Hafi mál ekki áður verið borið undir sveitarstjóm, eða eftir atvik-
um byggðarráð, hefur félagsmálaráðherra vísað málinu frá, sbr. t.d. úrskurði
hans frá 13. janúar 1999 og 30. júní 2000. í 5. gr. laga nr. 17/1996 um gatna-
gerðargjöld þar sem mælt fyrir um málskot til félagsmálaráðherra er ekki gert
að skilyrði að mál hafi áður verið borið undir sveitarstjóm eða byggðarráð áður
en það er borið undir ráðuneytið. Ákvæði 13. gr. reglugerðar nr. 534/1996 um
gatnagerðargjald er því ekki í samræmi við skýrt ákvæði laganna en tekið skal
fram að í 6. gr. laganna er ráðherra ekki falið að setja ákvæði í reglugerð um
endurupptöku máls eða stjómsýslukæru. Þar fyrir utan er þetta ákvæði reglu-
166
i