Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1999, Qupperneq 26

Ægir - 01.06.1999, Qupperneq 26
s /'nýlegrí umfjöllun norska blaðsins Fiskaren segir Victor Oiestad, pró- fessor við háskólann í Tromsö, að með hljóðbylgjum frá loftbyssum sé hœgt að hindra að ungsíld éti loðnu- seiði á sumrin þegar þau berast með straumi austur á bóginn. Síldin heyr- ir mjög vel og fœlist loftbyssurnar sem mynda bylgjurnar. Með þessu móti segir prófessorínn að hœgt sé að koma í veg fyrir miklar sveiflur í loðnustofninum því komið geti fyrir að ungsíldin hreinlega éti upp loðnu- seiðin í Barentshafinu. Að sögn 0iestads olli hrun loðnu- stofnsins 1980-1990 mikilli kreppu í lífríkinu þegar sjávarspendýr urðu að lifa á þorski í stað loðnu. Hann telur að tekjutap norskra sjómanna ár hvert á sex ára tímabili um 1990 hafi numið um 18,8 milljörðum íslenskra króna að meðaltali. 0iestad vekur athygli á því að hrun þorskstofnsins í Barentshafi minni á Verndun nytj afisks með hljóðbylgjum og ófrj ósemisaðgerðum! að enn eigum við langt í land með að geta stýrt stofnstærð nytjafiska okkar. Reyndar eru miklar náttúrulegar sveifl- ur í þorsktofninum þar, eða frá fjór- um til 12 milljónum tonna. í Bandaríkjunum var stofn villi- hesta kominn að hruni vegna grasleys- is af völdum offjölgunar. Gripið var tii þess ráðs að skjóta ófrjósemislyfi í hestana og hindra þannig fjölgun þeirra. 0iestad telur hugsanlegt að beita megi sömu aðferð við seli og hvali. Hrefnustofninn í Austurísnum er REVTINGUR vni7 120 þúsund dýr og vöðuselastofninn tvær milljónir. Árlega éta þessi dýr meira en 3 milljónir tonna af fiski á norskum hafsvæðum, að mestum hluta nytjafisk. Fækkun hrefna í 30 þúsund dýr og sela í 200 þúsund myndi ekki ógna stofnunum heldur þvert á móti bæta lífsskilyrði þeirra. Þegar hrunið varð í Barentshafi drápust næstum allir selkópar vegna þess að þeir misstu spiklagið og frusu í hel. Fyrrnefnd fækkun myndi „frelsa" meira en eina milljón tonna af fiski og einnig auka fjölbreytni lífríkis sjávar á norðurslóðum. 26 mm

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.