Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1999, Page 53

Ægir - 01.06.1999, Page 53
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI spils er 16 tonn á tóma tromlu og á hvorri tromlu rúmast 2000 faðmar af vírmanilu. Netatromlan er einnig frá Ósey af gerðinni NHM 200. Hún togar 4,8 tonn á tóma tromlu. Tromlunni er komið fyrir á skutgálga og er hún hreyfanleg á vökvaknúnum sleða. Akerisspilið er af gerðinni NHA- 2000 með tvær útkúplanlegar tromlur fyrir vír. Togkraftur þess er 3,6 tonn. Þilfarskraninn er frá Sormec af gerð- inni T2000 M19/EL með liðarmi. Kraninn er 19 tonnmetrar og er með 1,5 tonna vírspil. Fiskilest og fiskimóttaka Rúmgóð fiskilest er í skipinu. Lestin er um 125 rúmmetrar að stærð og tekur 72 fiskikör, 660 lítra að stærð. Tveir öflugir Kuba kæliblásarar eru fremst í lestinni. Þeir eru búnir sjálfvirku af- hrímingarkerfi. Fisklúgurnar eru tvær, búnar rennum sem hægt er að snúa og beina að fiskikörunum. Lestarlúgan er óvenju stór eða 2,5 x 2,5 m. Lestin klædd ryðfríu stáli og einangruð með polyurethan. Ofan á lestarlúgu er fiskimóttaka (kar) með alls sex aðgerðarstöðvum. Eftir aðgerð og blóðgun fer fiskurinn í blæðikar en þau verða tvö, eitt í hvoru borði. Frá blæðikörum fer aflinn niður í lest um áðurnefndar rennur. Helstu tæki í brú o.fl. Helstu siglinga, fiskileitar- og fjar- skiptatæki eru frá Brimrúnu ehf. Um er að ræða Furuno tæki og þau helstu eru; ratsjá af gerðinni FR-2115, ARP-26 mini arpa, RP-26 radarplotter, FCV- 782 tveggja tíðna dýptarmælir, GP-30 GPS staðsetningartæki, GP-80 GPS staðsetningatæki ásamt leiðarita, GR- 80 GPS leiðréttingabúnaður, FM-2520 VHF talstöð og T-2000 sjávarhitamæl- ir. í skipinu er Robertson gíro áttaviti ásamt Furuno FAP-330 sjáifstýringu. Óskum útgerð og áhöfn ARNAR KE 14 farsældar og fengsællar framtíðar Með kveðju OSEY • HVALEYRARBRAUT 34 | 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2320 • FAX: 565 2336 SEV AGIR 53

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.