Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1999, Side 16

Ægir - 01.08.1999, Side 16
fjórar komi ekki með beinum hætti að daglegum rekstri þá starfa þrír tengda- synir þeirra hjóna hjá fyrirtækinu og synirnir, Pétur Hafsteinn og Páll Jó- hann eru í stöðum framkvæmdastjóra og útgerðarstjóra. Nýja kynslóðin er því að mestu tekin við en Páll hefur gaman að því að stússast enn í kring- um reksturinn þó áhyggjurnar séu kannski ekki eins miklar og á árum áður. „Ég er eiginlega að hætta þessa dag- ana að vinna enda kominn á þann aldur. Mér finnst gott að fylgjast með og taka þátt í löndun á bryggjunni og því sem til fellur - þetta er svona mitt „hobbý" líkt og sumir fara að stunda golfið þegar þeir hætta að vinna! Vísir hf. er fjölskyldufyrirtæki okkar og sameining við önnur fyrirtæki hef- ur aldrei verið ofarlega í mínum huga. Menn hafa komið og reynt að gylla mikið fyrir mér kosti þess að samein- ast öðrum og búa til stærri einingu en ég hef aldrei verið spenntur fyrir því." - Hvað veldur því? Páll hugsar sig um í andartak og kemur síðan með hreinskilið svar: „Ég vil ráða þar sem ég er." ...i. d r Sj1 í| f ‘5* HiwpMnfit" P-S&r-d&m IUl 1 1 iEI - ... — J? •" * *5S Sighvatur GK er stærstur báta Vísis hf. Unnið að saltfiskvinnslu í húsakynnum Vísis hf. 16 Æcm Fallegum afla landað úr Vísisbátnum Hrugni. Samstaðan mikilvægust í fjölskyldufyrirtæki Einkenni á Vísi hf. eru þessi miklu fjölskyldubönd sem eru innan fyrir- tækisins og Páll og Margét viðurkenna að þrátt fyrir kostina þá hafi formið hliðar sem þurfi að varast. „Ég hef sagt mínu fólki að regla númer eitt sé að í svona grónu fjöl- skyldufyrirtæki þurfi að gæta þess að ekki sé mikill launamunur á milli þeirra fjölskyldumeðlima sem hjá því starfa. Þetta held ég að sé mikilsverð- asta atriðið en að mínu mati eru kost- irnir í fjölskyldufyrirtæki mun fleiri en gallarnir. Samstaðan innan fjölskyld- unnar að leggja hönd á plóginn og stefna með fyrirtækið að sama marki er líka að sjálfsögðu algert skilyrði. Við erum svo lánsöm að hafa þessa sam- stöðu hjá börnunum og tengdabörn- unum og af þeirri ástæðu er Vísir hf. það sem fyrirtækið er í dag." - Og hvernig finnst ykkur að vera komin með fyrirtækið í þá stærð að vera með rekstur á Djúpavogi, í Grindavík og á Þingeyri? „Þetta er svo sem ekki flókið í sjálfu sér því við fórum inn á Djúpavog til að setja upp vinnslu sent við gjör- þekkjum. Þar erum við með saltfisk- Fullur salur afdýrmœtum saltfiskafurðum frá Vísi. vinnslu á sama grunni og hér í Grindavík og hún er í raun með líku sniði og var þegar við byrjuðum með Vísi árið 1965. Tæknin er að vísu allt önnur og meiri en vinnsluaðferðirnar þær sömu. Okkur dettur hins vegar ekki í hug að láta það stíga okkur eitt- hvað til höfuðs þó við bætum við okk- ur tengdum vinnslum á Djúpavogi og á Þingeyri. Fyrst og fremst verður fólk að hafa gaman af því sem tekist er á við hverju sinni og þannig vill til að ég hef mest gaman af því að vasast í fiskvinnslu eða á bryggjunni. Við erum ekki í sjávarútveginum af ein- hverri hugsjón heldur einfaldlega vegna þess að við höfum gaman af þessu. Lífið er saltfiskur," segir Páll H. Pálsson, aðaleigendi Vísis hf. í Grinda- vík.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.