Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1999, Side 19

Ægir - 01.08.1999, Side 19
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI eða á einhverjum öðrum stað á Suður- nesjum. Takist ætlun okkar, sem er að bæta verulega rekstrarárangur Búlandstinds hf., verður það vonandi liður í því að næst þegar svona mál koma upp verði umræðan uppbyggilegri og málum til framdráttar frekar en fyrirstöðu." Viljum ekki drottna yfir atvinnulífi Djúpavogs Pétur Hafsteinn segir viðtökur íbúa á Djúpavogi hafa verið góðar og ekki síst eftir að fólk fór að sjá að Vísir hf. var kominn inn í Búlandstind til að efla fyrirtækið á staðnum. „Ég vona að í framhaldinu muni Djúpivogur eiga eftir að rísa upp og sé fyrir mér fleiri fiskvinnslur við hlið okkar í framtíðinni. Við þekkjum það umhverfi í Grindavík að hafa mörg smærri útgerðar- og landvinnslufyrir- tæki sem öll eru að keppa að sama markinu, þ.e. að ná sem bestum ár- angri út úr sinni starfsemi. Ég held að Djúpivogur sé dæmi um þróun sem orðið hefur í sjávarplássum víða um landið. Til hafa orðið á stöðunum fyr- irtæki sem eru allt í öllu og þræðir at- vinnulífsins hafa legið á einn stað. Þessi burðarfyrirtæki hafa verið allt í senn félagsmálastofnanir og lífæðar byggðanna og hreinlega svæft fólkið í kringum sig. Þessu hefur verið öfugt farið í Grindavík þar sem bæði hefur ríkt samkeppni og samstaða um mörg stórmál. Ég vona að atvinnulífið á Djúpavogi þróist á svipaðan hátt og í Grindavík þar sem fyrirtækin eru vel vakandi, í tengslum við grasrótina og sækjast eftir öllum þeim tækifærum sem gefast í sjávarútveginum. Gerist það þá sé ég fyrir mér bjarta framtíð Djúpavogs," segir Pétur Hafsteinn Pálsson, stjórnarformaður Búlands- tinds hf. og framkvæmdastjóri Vísis hf. Við óskum útgerð og áhöfn til hamingju með skipið. Skipið er allt málað með HEMPELS skipamálningu frá Slippfélaginu Málningarverksmiðju. ....... Slippfélagiö Málningarverksmiója Dugguvogi 4 ■ 104 Reykjavík • Sími: 588 8000 • Fax: 568 9255 Hólmaborg SU 11 AGIR 19

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.