Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1999, Side 21

Ægir - 01.08.1999, Side 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Egill Jónsson, formaður stjómar Byggðastofminar. „Hef ástœðu til að œtla að byggðakvótinn hafi mjög jákvœð áhrifá veikustu byggðirnar í landinu." menn hafi fullt vald á verkefninu í byrjun og nái að móta eðlilegar og rökréttar vinnureglur um úthlutun. Ef magnið væri t.d. 5 eða 10 þúsund tonn þá tel ég að það hefði skapað vanda á sumum stöðum jafnhliða því að vandamál hefðu verið leyst á öðr- um," segir Egill. Margfeldisáhrifin á Þingeyri - Telurðu að úthlutun byggðakvóta á einstaka staði geti haft úrslitaáhrif á atvinnumál? Er þetta nógu mikið til að svo megi verða? „Á Vestfjörðum var tekin ákvörðun um að stýra öllum byggðakvóta ísafjarðarbæjar á Þingeyri og í kjölfarið var stofnað Fiskvinnslan Fjölnir, með þátttöku Byggðastofnunar og fleiri að- ila. Þar fáum við í raun út úr byggða- kvótanum um 2000 tonna afla sem skilar sér á land til vinnslu og um 30 störf. Þarna er einmitt dæmi um hvaða áhrif byggðakvótinn getur haft. Það koma inn fjárfestar til samstarfs við heimamenn, leggja fram fé og kvóta og koma af stað vinnslu sem hefur að meginmarkmiði að ná fram arðsemi. Samningur um félagið felur líka í sér að á komandi árum skuli það nota arðinn af rekstrinum til að kaupa viðbótarkvóta og byggja sig þannig upp til styrkrar kvótastöðu. Að mínu mati er Fjölnir á Þingeyri dæmi um ný vinnubrögð þar sem fyr- irtækið er þarna að eignast kvóta en ekki einstök skip eða bátar. Að baki fyrirtækinu eru líka miklar arðsemis- kröfur og það tel ég vera lykilatriði þess að verkefnið lukkist. En Fjölnir hefði ekki komið til sögunnar nema vegna úthlutunar byggðakvótans og það ættu menn að hafa í huga. Ég tel að við eigum eftir að sjá fleiri dæmi um það á iandinu hvernig byggðakvótinn á eftir að hjálpa og ég nefni sem dæmi mjög jákvæð við- brögð sem við höfum fengið frá Hofs- ósi og Grímsey, svo dæmi séu tekin," segir Egill. Átti von á öðruvísi umræðu um úthlutunina Sú mikla fjölmiðlaumfjöllun um byggðakvótaúthlutunina sem fylgdi í kjölfar ákvörðunar Byggðastofnunar sneri fyrst og fremst að afmörkuðum byggðum og málefnum einstakra fyrir- tækja, t.d. Sæunni Axeis ehf. í Ólafs- firði og Unni á Þingeyri. Egiil segir að sér hafi komið á óvart hversu lítil gagnrýni var á þær reglur sem að baki úthlutuninni búa. „Auðvitað eru þessar reglur ekki fullkomnar en þær eru að okkar mati mótaðar á þann skynsamlegasta hátt sem hægt var. En ég átti ekki von á að fólk færi af stað í fjölmiðlum með gagnrýni á málið sem byggðist á röng- um forsendum, eins og raunin hefur orðið," segir Egill. - Viltu sjá að byggðakvótinn verði aukinn í framtíðinni? „Ég vil fyrst og fremst sjá að þetta verkefni takist vel og að byggðakvót- inn hafi góð áhrif í byggðarlögunum, sem ég hef fulla ástæðu til að ætla. Út- koman ræður miklu um framtíð byggðakvóta hér á landi," segir Egill Jónsson, formaður stjórnar Byggða- stofnunar ÆGIR 21

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.