Ægir - 01.08.1999, Qupperneq 39
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
tekna með árgjöldum frá fiskiskipaflot-
anum. Aldurslagasjóður var síðan lagð-
ur niður í árslok 1990 og runnu eignir
hans til Hagræðingasjóðs sjávarútvegs-
ins.
í samkeppni
við önnur tryggingafélög
Árið 1970 fékk Samábyrgðin leyfi til að
annast slysatryggingar sjómanna og
ábyrgðartryggingar útgerðamanna,
ásamt öðrum tryggingagreinum tengd-
um sjávarútvegi.
{samræmi við lög nr. 116/1993 sem
tóku gildi um leið og ísland var aðili
að samningi um Evrópska efnahags-
svæðið var á árinu 1994 unnið að því
að færa starfsemi Samábyrgðarinnar og
bátaábyrgðarfélaganna að fullu til sam-
ræmis við ákvæði hinna breyttu laga
fyrir 1. janúar 1995. Veigamesta breyt-
ingin var að afnumin var skylda eig-
enda fiskiskipa minni en 100,49 rúm-
lestir að vátryggja skip sín hjá báta-
ábyrgðarfélagi starfandi á því svæði
sem viðkomandi skip var skrásett á.
Iðgjöldin lækka jafnt og þétt
Pétur Sigurðsson segir að eðlilega hafi
mikil þróun átt sér stað í starfi félags-
ins á 90 árum.
„í dag skiptast iðgjaldatekjur okkar
að þriðja hluta í frumtryggingar og að
tveimur þriðju hlutum í endurtrygg-
ingar. Eftir að sú lagabreyting gekk í
gildi árið 1995 að menn gætu tryggt
skyldutryggðu bátana hjá hvaða
vátryggingarfélagi sem er hafa iðgjöld
lækkað um 3-10% árlega og það hefur
ekki lítið að segja fyrir útgerðirnar.
Þarna kemur tvennt til, annars vegar
samkeppnin og hins vegar að sem bet-
ur fer hafa tjón farið minnkandi. Hvað
þann þátt varðar held ég að megi
þakka betri höfnum og síðan ekki síður
hinu að vegna kvótakerfisins er sóknin
önnur en áður var og ekki sótt í jafn
slæmum veðrum og áður," segir Pétur
Sigurðsson, forstjóri Samábyrgðar
íslands.
Rf efnir til málþings í tengslum við íslensku
sjávarúvegssýninguna í Kópavogi:
Markaðsmál og
meðferð afla
/tengslum við Islensku sjavar-
útvegssýninguna 1999 heldur Rf,
ásamt Nýsköpunarsjóði
atvinnulífsins, málþing er ber
heitið „From catch to consumers"
og er málþingið haldið í
Tónlistarhúsinu í Kópavogi dagana
1. og 2. september. Málþinginu
verður skipt í tvo hluta.
Meðhöndlun fisks
Fyrri daginn, 1. september, verður
fjallað um meðhöndlun afla um
borð í fiskiskipum. Þessi hluti mál-
þingsins er haldinn á íslensku. Þar
munu tveir sérfræðingar frá Rf, Sig-
urjón Arason og Magnús Ólafsson,
halda erindi. Auk þeirra mun Stella
Marta Jónsdóttir halda erindi um
vöruþróun í sjávarútvegi, en hún
starfar hjá dönsku ráðgjafarfyrirtæki.
Að lokum mun Kristján Jóakimsson,
frá Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal,
flytja erindi sem lýsir því hvernig
góð meðhöndlun afla getur skilað
fyrirtækjum samkeppnisforskoti og
aukið framlegð.
Meðhöndlun afla fyrstu klukku-
stundirnar eftir veiði skiptir afar
miklu máli og ræður úrslitum um
endanleg gæði afurða. Rf hefur um
nokkurt skeið boðið upp á námskeið
sem ber heitið „Meðhöndlun um
borð í fiskiskipum". Færst hefur í
vöxt að fyrirtæki nýti sér umrætt
námskeið og síðustu misserin hefur
það orðið æ algengara að fyrirtæki
kaupi námskeið beint inn í fyrir-
Symposium-September 1999
tæki. Með því móti er hægt að taka
mið af aðstæðum í hverju fyrirtæki
fyrir sig auk þess sem þessi ieið er oft
á tíðum ódýrari fyrir fyrirtækin.
Markaöurinn
fyrir sjávarafurðir skoðaður
Seinni daginn verður fjallað um
markaðsmál undir heitinu „Global
trends on the marketplace for
seafood". Þar munu þrír erlendir fyr-
irlesarar halda fyrirlestra um þróun
markaða, jafnt í Bandaríkjunum og
Evrópu. Fyrirlesararnir koma frá
Bandaríkjunum, Bretlandi og Nor-
egi. Af skiljanlegum ástæðum verður
þessi hluti fluttur á ensku. Að auki
mun Kristján Hjaltason, forstöðu-
maður markaðsmála hjá SH, flytja
erindi um sölustarfsemi SH á mis-
munandi mörkuðum, um nauðsyn-
legar áherslur útflutningsfyrirtækja í
sölustarfi og um þróunina hjá fyrir-
tækjum sem dreifa matvælum er-
lendis.
Hægt er að skrá þátttöku á mál-
þingið í síma 562 0240 eða á
Vefnum (http://cc.rfisk.is/reg.htm)
ÆGm 39