Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 21
NÝTT HAFRANNSÓKNASKIPHBH
Útgerðarmenn fagna af heilum hug nýjum Árna Friðrikssyni:
Meiri fiskur en sjór í hafinu!
Útvegsmenn lögðu sitt af
mörkunum til þessa nýja og
glæsilega skips, og Kristján
Ragnarsson var kampakátur
við komu þess, „enda er öflugt
rannsóknaskip forsendan fyrir
því að hægt sé að afla enn meiri
upplýsinga um auðlindina og
veita okkur sem besta ráðgjöf."
„Þetta er í raun og veru grundvöllurinn
fyrir því að við getum stundað hagkvæm-
ar veiðar úr sjálfbærum fiskistofnum."
Utgerðarmenn og skipstjórnendur eru
iðulega á öndverðum meiði við fiskifræð-
inga og telja gjarnan að mun meira sé af
fiski í sjónum en fiskifræðingarnir. Sum-
ir ganga meira að segja það langt að fúll-
yrða að bestu fræðingarnir séu þeir sem
hafa stundað sjóinn árum og áratugum
saman. Kristján tekur undir þetta að
Kristján Ragnarsson, formaóur LÍÚ, segir nýtt
hafrannsóknaskip mikiivægt fyrir framtið islen-
sks sjávarútvegs. Mynd: Sverrir Jónsson
vissu marki og segir rannsóknir og mat á
stærð fiskistofna engin 100% vísindi.
„Engu að síður verðum við að gera okkur
grein fyrir því að fátt, ef þá nokkuð,
skiptir þjóðina jafn mikiu máli og eðlileg
nýting auðlindarinnar og því er nauðsyn-
legt að taka verulegt mark á því sem okk-
ar færu vísindamenn leggja til. Einmitt
þess vegna, og til að brúa að nokkru leyti
bilið á milli okkar og vísindaumhverfis-
ins, höfum við hjá LIU ráðið vísindamann
til starfa.
I raun og veru er mun minni ágreining-
ur milli sjómanna og vísindamanna hér á
landi miðað við það sem gengur og gerist
erlendis, þar eru þessir hópar yfirlýstir
andstæðingar. En sem betur fer er eykst
jafnt og þétt skilningur útgerðarinnar og
sjómannastéttarinnar á nauðsyn rann-
sókna og réttrar nýtingar fiskistofnanna.
Þó ennþá fyrirfinnist menn sem segjast
vita sínu viti, eins og ónefndur kunningi
minn fyrir vestan. Sá hringdi í mig um
daginn og fullyrti að það væri meira af
fiski en sjó í hafinu út af Vestfjörðum!"
Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra:
„Arðbær fjárfesting"
Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra,
segir nýja hafrannsóknaskipið afar arð-
bæra þ'árfestingu fyrir ísienska þjóðar-
búið. „Reyndar er ekki til neitt módei
til að reikna út arðsemina en ég er fuLI-
viss um að þetta skip verður fljótt að
borga sig upp. Ég vænti þess að við
fáum mun betri og ítarlegri upplýsingar
um auólindina okkar en áður. Nú getum
við aflaó upplýsinga um stærri svæói og
rannsakaó á meira dýpi en við höfum
áður getað.
Með nýjum og itariegri upplýsingum
eiga visindamennirnir á Hafrannsóknar-
stofnun enn betri möguleika á því að
meta stofnstærðir og ástand auðlindar-
innar og ég yrði ekki hissa þótt við víð-
tækari rannsóknir í framtíðinni muni
auka við auðlindina og veiði muni
aukast á tegundum sem við höfum lítið
eða ekkert nýtt."
Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, Jóhann Siguijónsson, forstjóri Hafró, Brynjólfur Bjarnason,
stjórnarformaður Hafró og Guómundur Bjarnason, skipstjóri, í brú Árna Friðrikssonar RE 200.
Mynd: Sverrir Jónsson
21 ■