Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.2000, Qupperneq 29

Ægir - 01.05.2000, Qupperneq 29
SJÓMANNSLÍF Grálúða og gifting Humarínn skríður úr holunum - Birgir Sigurðsson á Skinney SF-30 - Hvernig er humarveiðin? „Veiðin er nokkuð góð, að minnsta kosti sé miðað við síðustu árin, sem hafa reyndar verið treg. En nú að undanförnu höfum við verið að fá oft þetta 350 og upp í 800 til 900 kíló af slitnum humri eftir fjögurra tíma tog. Við getum einnig notað þann mælikvarða að segja að við séum að fá þetta fimm og upp í þrett- án kör af heilum humri eftir halið. Það eru um það bil 200 kíló af heilum humri í hverju kari.“ - Hvar er veiðislóðin helst? „Hún er hér í Breiðamerkur- og Hornafjarðardýpi. Hér virðast vera ákjósanleg skiiyrði fyrir humarinn, en því voru fiskifræðing- ar alltaf að spá að sú kæmi tíðin að eftir treg ár færi þessi neðar- sjávarrotta, sem humarinn er, að skríða upp úr holunum sínum. Sú er líka raunin nú.“ - Þi3 fiskið fyrir Skinney - Þinganes. Hvað eru margir bátar fyrir út- gerðina í þessu? „Það eru fjórir bátar. Það erum við og svo bátarnir Steinunn, Sig- urður Ólafsson og Hvanneyin, sem er reyndar búin að vera á humri alveg síðan í haust, en nú má orðið stunda humarveiðar allt árið og ætli þeir á Hvanneynni séu ekki allt í allt búnir að skrapa eitthvað á milli 30 og 35 tonn miðað við halahumar. Heildarkvóti Skinneyjar - Þinganess í humri er 60 til 70 tonn af humri á þrjá báta á þessu fiskveiðiári. En nú fer þessari humar- vertíð að ljúka, þessu á að vera lokið um sjómannadag. Aður var vertíðin mun lengri, oft voru menn að skrapa þetta alveg fram að verslunarmannahelgi." - Á hvaða veiðum voruð þið í vetur? „Við vorum á netum í vetur. Vertíðin reddaðist fyrir rest og það var talsvert af fiski að hafa, en þó fannst mér vera heldur minna af þorski nú en stundum áður. Hvort það er í samræmi við tog- arall Hafró á dögunum skal ég ekki dæma um, en bendi þó á að hvarvetna hafa menn verið að fiska vel á línu að undanförnu. Eft- ir sjómannadag förum við svo á fótreipstroll í um það bil mán- aðatíma, svona rétt til þess að draga það á drullunni." - Gísli Unnsteinsson, skipstjóri á Tjaldi SH-270 - Hvar eruð þið staddir? „Við erum hér á Selvogsbankanum um það bil 10 til 15 mílur út frá Þorlákshöfn, á línu að veiði keilu. Nei, aflinn er nú ekki mik- ill, enda er maí alltaf mjög rólegur mánuður til sjós. Hins vegar fiskaðist ágætlega í vetur, enda þótt það hafi verið einn af verri vetrum sem ég man eftir síðan ég byrjaði til sjós. Oft komu leið- ar brælur, en samt er það nú svo að það komu lítil stopp vegna þessa - skipin eru orðin svo öflug. Veiðin í fyrravetur var hins vegar ágæt, það er nóg af þorski - en ýsan lét nokkuð á sér stan- da og á því kann ég engar skýringar. - Hvernig metur þú stöðuna í samningamálum sjómanna, eins og hún birtist okkur um þessa mundir? „Mér sýnist þetta vera komið í hefðbundinn farveg. Stóra vanda- málið er að menn geta ekki talað saman eins og þeir séu orðnir fullorðnir menn, heldur hreyta þeir skít hvor í annan. Og einnig eru menn að blanda inn í málið á sama tíma ýmsum öðrum mál- um sem eru kjaraviðræðunum alls óskyld, svo sem hver skoðun manna er á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það á auðvitað ekki að gerast, þá er verið að hengja bakara fyrir smið.“ - Ætlið þið að taka ykkur eitthvað frt' í sumar? „Já, ég býst við að stoppað verði fljótlega eftir sjómannadag - enda erum við langt komnir með kvótann okkar. Að vísu gætum við eitthvað verið að skakast í keilu og blálöngu, sem eru utan- kvótategundir, en svo mikil er sóknin í þær að það tekur því ekki að fara að eltast við þetta lítilræði í kapphlaupi við alla hina. Við erum með litlar heimildir x grálúðunni, en kvótinn i þeirri teg- und er afar lítill. Það helgast af því að ráðgjöfin sem Hafró fær miðast fyrst og fremst við veiðar á ákveðnum smáblettum sem menn hafa lengi verið að skakast á, en könnun á nýjum svæðum er ekki tekin inn í dæmið. Við á þessu skipi vorum til dæmis í tvö ár á slíkum svæðum, og fiskuðum vel á grálúðunni þá. - Frí- ið okkar stendur eitthvað fram í júlí - og ég ætla að byrja fríið á að gifta mig. Síðan fer fjölskyldan öll til Danmerkur, í gott sum- arfrí.“ Ný fullkomnari STJÓRNSTÖÐ Danfoss hf SKÚTUVOGI 6 SIMI 510 4100 Fyrir m.a., ofnahitakerfi, neysluvatnskerfi, snjóbræðslukerfi

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.