Ægir - 01.05.2000, Síða 30
FRÉTTIR
Kolmunnaveiðin:
Verðum að á meðan
eitthvað veiðist
- segir Hálfdán Hálfdánarson, stýrimaður á Berki NK
Frá lokum loðnuvertíðar hafa flest stærri
nóta- og flottrollsskipin verið að veiðum
á kolmunnaslóðum, suðvestur af landinu.
Hálfdán Hálfdánarson, 1. stýrimaður á
Berki NK frá Neskaupstað, segir veiðina
misjafna frá einum degi til annars en inn
á milli koma dagar sem allt upp í 400
tonn fást í holi.
Þegar Ægir hafði samband við Börk á
miðunum var skipið statt syðst í Rósa-
garðinum og sagði Hálfdán veiðisvæðið
um 20 mílur að stærð.
„Okkur hefur gengið ágætlega í
kolmunnaveiðunum frá því við byrjuðum
eftir loðnuveiðarnar í vor. Ef eitthvað er
þá hefur heldur dregið úr veiðinni nú
þegar liðið hefur á maímánuð en þetta er
sveiflukennt. Kolmunninn er á töiuverðri
hreyfingu þannig að hann færir sig milli
svæða,“ segir Hálfdán.
Hann segir 8-9 skip að jafnaði á svæð-
inu og eru þau öli íslensk. Færeysku skip-
in eru farin til síldveiða en Hálfdán sagð-
ist ekki reikna með að Börkur fari á síld-
veiðarnar, a.m.k. á meðan eitthvað fæst af
kolmunna. „Nei, ég á ekki von á að við
vörum á síldina. Við verðum væntanlega
Skipveiji á Berki NK með kolmunna.
Mynd: Þorgeir Baldursson
að á meðan eitthvað fæst af kolmunnan-
um,“
Aðspurður um verðið fyrir kolmunn-
ann segir Hálfdán það vissulega lágt.
„Mér sýnist verðið áþekkt og á loðnunni
og þar af leiðandi mjög lágt. Hins vegar
bætum við það okkur upp með magninu
þannig að þetta er þokkalegt á meðan vel
veiðist."
Um 10 tíma sigiing er kolmunnamið-
in frá Norðfirði en þar er alla jafna land-
að. Verkfall setti þó strik í reikninginn
nú í maí og þá var landað á Norðurlandi.
Túrarnir eru að hámarki 10 sólarhringa
en í flestum tilfellum 4-5 sólarhringar.
Styrjan Nikita
REVTINGUR
Nikita, líklega þekktasti fiskur sem
nokkurn tíma hefur svamlað í búri, er
dauður.
Arið 1964 gaf sjálfur forsætisráðherra
Sovétríkjanna, Nikita Krúsjoff, fiskasafn-
inu í Bergen styrjuna, sem síðan hefur
mátt horfa uppá órólega tíma í heima-
landinu, kalda stríðið, glasnost og meira
að segja uppreisnir. Of stór skammtur af
saltvatni batt enda á líf styrjunnar
Nikitu. Einn starfsmannanna skrúfaði frá
röngum krana og saltvatn streymdi inn í
lúxussundlaugina en ekki ferskvatn eins
og ætlunin var.
Gjörvöll heimspressan var viðstödd
þegar Gerhardsen, forsætisráðherra Norð-
manna, tók á móti gjöfinni frá hinum
sovéska starfsbróður sínum. Nikita var
hin eina af fjórum styrjum sem lifði af
flutninginn frá Kaspíahafinu til Bergen.
I kalda stríðinu varð Nikita tákn hins
góða sambands sem þrátt fyrir allt var
milli grannanna, Noregs og Sovétríkj-
anna en varð þó aðalleikarinn í pólitísku
drama milli ríkjanna tveggja. Rússar
kröfðust þess nefnilega bréflega að heim-
ta styrjuna heim aftur þar eð þeir óttuð-
ust um heilsu hennar í Noregi. Eigendur
styrjunnar sendu að bragði kurteislegt
svar og kváðu ekki koma til greina að
skila hinni góðu gjöf.
Ætlunin er að stoppa styrjuna upp og
hengja hana á vegg í húsakynnum fiska-
safnsins í Bergen.
Styrjan Nikita varð um það bil 38 ára
gömul.