Ægir - 01.05.2000, Blaðsíða 38
FJÁRMÁL
Frammistaða sjávarútvegsfélaga
á hlutabréfamarkaði
og Vatneyrardómurinn
Guðjón
Sævarsson,
starfsmaður
Búnaðar-
bankans-
verðbréfa,
skrifar
í eftirfarandi hugleiðingum
mun ég fara nokkrum orðum um
stöðu ýmissa helstu sjávarútvegs-
fyrirtækja á markaðnum í ljósi af-
komutalna fyrir árið 1999. Eins
og gengur komu sum fyrirtækj-
anna nokkuð á óvart með góðri af-
komu en önnur þurfa greinilega
að taka til í sínum garði.
Rekstrarskilyrði
misjöfn eftir greinum
Áður en litið er á rekstrarniður-
stöðu félaganna árið 1999 og
frammistaða þeirra metin, er
nauðsynlegt að skoða þróun
rekstrarskilyrða í veiðum og
vinnslu. Þar sem sjávarútvegur er
mjög óútreiknaleg atvinnugrein
er ekki hægt að búast við óbreytt-
um rekstrarskilyrðum milli ára og
því er mikilvægt að félögin geti
bæði tekist á við upp- og niður-
sveiflur. Þau félög sem gerðu það
gott í uppsjávartegundum fyrir
tveimur til þremur árum eru t.d. í
vandræðum í dag. Þetta getur
breyst aftur á mjög skömmum
tfma.
Afkoma Samherja var það atriði sem kom mér
mest á óvart þegar litið er á árið 1999 og hér
er átt við mestu vonbrigðin. Ég fæ á tilfinn-
inguna að stjórnendur félagsins hafi ekki
nægilega góða yfirsýn yfir þetta stóra félag.
Má hér benda á þeirra eigin afkomutilkynn-
ingu. í henni virtist uppgjörið koma stjórn-
endum Samherja jafn mikið á óvart og öðrum
sem fylgjast með markaðnum.
Rekstrarskilyrði sjávarútvegsfé-
laga með áherslu á bolfiskafurðir,
eins og saltfiskverkun, sjó- og
landfrystingu, voru afar hagstæð á
síðasta rekstrarári og má segja að
það endurspeglist í rekstrarniður-
stöðu þeirra. Verð á botnfiskaf-
urðum var um 6% hærra að jafn-
aði á árinu 1999 en árið áður. Á
móti var rekstur félaga í uppsjár-
varfiski og rækju erfiður, ef und-
anskilin eru þau félög sem gátu
tryggt sér hráefni á hagstæðu
verði t.d. með kaupum á rækju frá
Noregi, Kanada og af Flæmingja-
grunni.
Sem dæmi um niðursveiflu má
nefna að verð bræðsluafurða var
um 46% lægra á árinu 1999 en á
árinu áður, sem var að vísu óvenju
gott ár.
Þormóður rammi-
Sæberg kom á óvart
Þegar skoðuð er afkoma einstakra
sjávarútvegsfélaga á síðasta ári
verður að viðurkennast að nokkur
komu á óvart. Fyrst er vert að
nefna mjög góða afkomu Þormóðs
ramma-Sæbergs hf. en félagið
skilaði bestu afkomu í sögu þess.
Þetta kom fjármálafyrirtækjum á
óvart og var greinilegt í uppgjöri
félagsins að stjórnendur þess áttu
svör við samdrætti í rækjuveið-
um. Það réði úrslitum um að Þor-
móður rammi-Sæberg skilaði
þeirri niðurstöðu sem raun ber
vitni.
Hér er einnig vert að geta Fisk-
iðjunnar Skagfirðings sem skilaði
mjög góðri afkomu á síðasta ári,
þeirri bestu í sögu félagsins.
Einnig má segja að afkoma Síldar-
vinnslunnar hf. hafi verið góð
miðað við samsetningu félagsins
en þungamiðja Síldarvinnslunnar
eru uppsjávarafurðir - það svið
sem hvað mest þrengdi að á árinu.
Afkoma ársins reyndist einnig
góð hjá UA, Skagstrendingi og
Þorbirni.
Stjórnendur Samheija
hafa verk að vinna
Afkoma Samherja var það atriði
sem kom mér mest á óvart þegar
litið er á árið 1999 og hér er átt
við mestu vonbrigðin. Eg fæ á
tilfinninguna að stjórnendur fé-
lagsins hafi ekki nægilega góða
yfirsýn yfir þetta stóra félag. Má
hér benda á þeirra eigin af-
komutilkynningu. I henni virtist
uppgjörið koma stjórnendum
Samherja jafn mikið á óvart og
öðrum sem fylgjast með markaðn-
um. Markaðurinn getur lesið út
úr íslenskri starfsemi Samherja hf.
en betri upplýsingar skortir til-
finnanlega um erlendu starfsem-
ina. Eg tel bæði tímabært og við
hæfi að Samherji gefi ítarlegri
upplýsingar um þann hluta
rekstrar síns.
Mér finnst einnig áhugavert að
fylgjast með afkomu Vinnslu-
stöðvarinnar hf. í Vestmannaeyj-
um, fyrirtækis sem skilað hefur
botnlausu tapi síðustu ár. Slíkt
hlýtur að vera mikið áhyggjuefni
fyrir stjórnendur og eigendur fé-
lagsins en ástæðurnar liggja að
einhverju leyti í þeim vanda á
uppsjávarsviðinu, sem áður er get-
ið. Á móti ættu veiðar, verkun og
vinnsla í botnfiskafurðum að
vinna félagið eitthvað upp. Nið-
urstaðan á markaðinum er engu
að sfður mikil vonbrigði, þó allir
voni að stjórnendur félagsins hafi
komist fyrir endann á hinum
mikla taprekstri.
Vatnseyrardómurinn
eyddi ekki óvissu
Mikið hefur verið rætt og ritað
um Vatneyrardóminn á undan-
förnum mánuðum og nú undir
vor komst Hæstaréttur loks að