Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2000, Page 41

Ægir - 01.05.2000, Page 41
B JÖRGUNARBÚNAÐUR Kristján Magnússon framleiðir Neyðarnótina Hjálp: „Nauðsynlegt að bjarga mönnum fljótt úr sjónum" Björgunarbúnaði um borð í skipum fleygir stöðugt fram. Meðal þess búnaðar sem býðst hér á landi er Neyðarnótin Hjálp, sem framleidd er af Kristjáni Magnússyni í Reykja- vík. Hugmyndina að björgunar- búnaðinum á hann sjálfur og fékk hana eftir að hafa orðið vitni að björgun manna úr sjó um borð í togara út af Reykja- nesi. „Það sem hér um ræðir er u-laga nót sem maðurinn í sjónum fer inn í og er síðan hífður um borð. Nótin er felld á flottein sem fleytir 100 kílóa manni en í þetta er fest kastlína. Línan er 30 metra löng og sé sá sem er í sjónum fær um að draga til sín nótina gerir hann það, fer inn í nótina og síðan sjá þeir sem um borð eru um að draga manninn inn. Með neyðarnótinni þarf viðkomandi ekki að halda sér í netið til að komast upp í skipið heldur getur hann legið í nótinni án þess að nokkur hætta sé á að hann detti úr. Þess vegna gætu menn lesið Moggann á leiðinni upp,“ segir Kristján og hlær. Neyðarnótin Hjálp hefur verið í þróun um nokkurra ára skeið en Kristján segist hafa sett sér það mark að þróa búnaðinn í samræmi við fjárhagsgetu, í stað þess að hleypa verkefninu í skuldir. Hann segir Tryggingamiðstöðina hafa veitt styrk til verkefnisins og sömuleiðis hafi Hampiðj- an verið hjálpleg. Búnaðurinn hefur hlot- ið samþykkti Siglingamálastofnunar rxk- isins og er margprófaður í Slysavarna- skóla sjómanna. „Eg veit til þess að sex menn hafi verið hífðir um borð í einu en algengast er að einn björgunarmaður fari í sjóinn á eftir þeim sem fallið hefúr útbyrðis og nótin tekur þá báða auðveldlega. Það er einn af kostum hennar því þegar menn fara í sjó- inn er mikilvægast af öllu að bregðast hratt við og stytta tíma þeirra í sjónum eins og frekast er kostur. Nótin er framleidd fyrir allar stærðir af bátum en ég hef sérstaklega horft til þess að búnaðurinn nýttist vel á hábyggðu skipunum. Sömuleiðis er neyðarnótin hentug til nota í höfnum," segir Kristján. Neyðarnótin Hjálp er nú seld á röskar 50 þúsund krónur og er afgreidd í köss- um sem í eru einnig neyðarblys og rými fyrir flotgalla. Menn hífðir um borð í neyðarnótinni Hjálp. 41 ■

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.