Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.2000, Qupperneq 49

Ægir - 01.05.2000, Qupperneq 49
að þeim vísindamönnum fjölgar sem fjalla um neikvæð úrlausnar- efni. Samtímis þessu er önnur skekk- ja. Með einföldu líkani er langt- um auðveldara að gera grein fyrir hugsanlegu vandamáli en að sanna eða afsanna þann sannleika. Þetta á sérstaklega við um um- hverfisvandamál því þau er alltaf erfitt að að staðfesta eða hafna á stuttum tíma. Súrt regn, gróður- húsaáhrif, útrýming dýrategunda og súrefnisskortur eru vandamál, sem aðeins er hægt að ákvarða á löngum tíma og með miklum kostnaði. Þess vegna eru mikil lfkindi til þess að fá fjárveitingar til rann- sókna á einföldum líkönum sem hafa neikvæð áhrif og sem ekki er auðvelt að afsanna. Það er hægt að skilja slík líkön, þau eru mikil- væg og þau gætu verið sönn. Frekari fjárveitingar geta leitt til þess að rannsóknasviðið verði stofnanakennt. Vísindamenn munu byrja að kanna hlutasvið vandamálanna og sérstök tilfelli innan hins upphaflega vandamáls án þess að hafa áhuga á eða yfirsýn yfir heildarsviðið. Þrátt fyrir að sviðið eðlilega haldi sinni faglegu skilvísi mun það smám saman verða erfiðara og erfiðara að takast á við sjálft vandamálið. I fýrsta lagi mun eðl- islæg athygli vísindamannsins beinast að því að halda fjárveit- ingum til síns hluta verkefnisins í stað þess að líta á vandamálið í heild. I öðru lagi munu margir þátttakendur aðeins rannsaka vandamál innan sviðsins á eigin forsendum en ekki á almennum forsendum vandamálsins. Að lok- um er tilhneigingin sú að forðast gagnrýni því vandamálið er afger- andi mikilvægt og það er aldrei hægt að vera alveg viss um að það gæti ekki verið raunverulegt. Fjölmiðlar elska neikvæðni Fjölmiðlar miðla niðurstöðum vísindanna og þeir elska neikvæð viðhorf. Ef uppskeran er góð les- um við í blöðunum að bóndinn fái alveg hræðilega lágt verð fyrir hana. Gangi uppskeran vel þýðir það að neytandinn fær dýran mat. Það er almennt betri saga ef eitt- hvað gengur illa. I amerfskri Gallup-könnun frá 1990 var fólk spurt hve mjög það hefði áhyggjur af umhverfinu. Milli 80 og 90% sögðust hafa áhyggjur ef spurt var um um- hverfi í öllu landinu, en aðeins 25% þegar það var spurt um sitt nánasta umhverfi. Við höfum áhyggjur af almennu ástandi en ekki af nágrenninu. Tilfinning okkar um að það gangi illa í mál- efnum umhverfisins er til komin vegna upplýsinga úr fjölmiðlum en ekki eigin reynslu. Á sjöunda og áttunda áratugn- um urðu vaxandi skil á milli þess hvernig fólki fannst ganga hjá sér sjálfu og þess hvernig því fannst ganga í samfélaginu yfirleitt. Aft- ur virðist að það séu fjölmiðlar sem skapi tilfinningu hjá fólki um neikvæða samfélagslega þró- un. Nærri 80% fólks telja lífið miklu áhættusamara nú en fyrir 20 árum. Fólk hefur áhyggjur af öllu, allt frá krabbameini og sjúk- dómum til mengunar og eiturefna í mat og drykkjarvatni. En þrátt fyrir að fólk haldi að dauði af völdum krabbameins hafi vaxið þá hefur í raun dregið úr verulega úr dauða af völdum krabbameins, séu tölur leiðréttar eftir aldri og reykingum. Lifumlengur - höfum samt áhyggjur Við höldum að matur sé fullur af aðskotaefnum. Staðreyndin er þó sú að langtum færri hættuleg efni eru í mat og í minna magni nú en 1973 þegar skrá um leyfileg efni var birt. Við lifum lengur en nokkru sinni áður. Samt höfum við áhyggjur. Enn á ný bendir allt til að áhyggjurnar reki upphaf sitt til fjölmiðlanna. Hægt væri að halda áfram með þennan lista. Við höldum að vatn- ið og andrúmsloftið sé mengaðra en áður. Sannleikurinn er sá að venjulegustu uppsprettur meng- unar eins og S02, sót og blý hafa minnkað um 80% síðustu 20 ár. Baðvatnið í Danmörku er miklu hreinna nú en það var í byrjun ní- unda áratugarins. Við höldum að regnskógarnir séu að hverfa. En stærsti regn- skógur heimsins, í miðri Brasilíu, er 10% af regnskógum heimsins og 90% af honum er enn ósnert. Þrátt fýrir að við höldum að blöð og auglýsingapésar taki ótæpilega mikið af skógunum væri hægt að UMHVER FISMÁL fullnægja allri trjánotkun (pappír og timbur, ekki brennsluviði) til framtíðar með notkun á 5% af nú- verandi skógum heimsins. WWF sver og sárt við leggur að „við þurfum að grípa til aðgerða nú, til þess að verja síðustu skóga heimsins" (http://www.panda.org/for- ests41ife/). En það er til mikið af skógum. Samkvæmt upplýsingum frá SÞ þekja skógar þriðjung yfirborðs jarðar og það hlutfall hefur haldist nokkuð stöðugt frá því 1950. Við höldum að náttúran standi óvarin. En yfir 7% af landsvæðum jarðar eru verndarsvæði viðurkennd af Heimsverndarsamtökunum IUCN. Atvinnumenn í svartsýni Fjölmiðlarnir fóðra okkur með neikvæðum fréttum og vel mein- andi umhverfissinnar hjálpa þeim með því að bæta svartsýni við. Einn af þekktustu talsmönnum umhverfissinna, Paul Ehrlich, í Stanford háskólanum er þannig atvinnumaður í svartsýni. Prófess- or Ehrlich viðurkennir að súrt regn sé hugsanlega ekki helsta or- sök skógardauðans í Evrópu held- ur hafi það verið þurrkur. En ekk- ert er svo gott að það sé ekki djöf- ullegt fyrir einhvern: „Næsta þurrktímabil mun leiða af sér enn meiri skógardauða." Og þegar tal- að er um heilbrigði, tekur Erlich undir að langlífi muni aukast á næstu öld, en „það verður ekki hægt að halda slíkri aukningu til langframa." Af hverju viljum við trúa þvf að allt gangi illa? Venjulegustu við- brögð við því að hugsanlega sé ekki allt að fara til andskotans með umhverfið eru ekki: „það er dásamlegt" heldur „það hlýtur að vera eitthvað að“. Það virðist eins og að við höfum áhyggjur af um- hverfinu til þess að forðast að hugsa um okkar eigin ábyrgð á okkar eigin lífi. Það sem helst drepur nú er ekki umhverfið heldur okkar eigin lífs- stíll. Séu skýrslur um lífsmáta lesnar eigum við að hætta að reyk- ja, drekka minna og borða minna af fitu. Flóknara er það nú ekki. ísöldin sem aldrei kom Nemendur mínir og ég fullyrða að Ákæran sé ekki sönn. En við

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.