Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2000, Page 50

Ægir - 01.05.2000, Page 50
UMHVER FISMÁL „Það er oft skynsamlegt að gera miklar og skýrar kröfur í umhverfismálum. En þetta undirstrikar hið vandasama samband á milli visku, sérfræði og pótitíkur." erum auðvitað ekki í aðstöðu til að kynna okkur allar staðreynir á afmörkuðum faglegum sérsviðum og það samhengi sem er hluti af hverju sviði. Þess vegna höfum við helst reynt að skoða aðstæður þar sem vísindin hafa annað hvort greinilega önnur viðhorf en okkar daglegu viðhorf eða þar sem skilningur vísindamanna stemmir ekki við viðurkenndustu skýrslur á þeirra eigin sviði. Við reynum að skoða helstu heimildirnar, nota opinberar upplýsingar og gögn og skjalfesta allt sem við gerum. En gæti það ekki hugsast að það sé eldur fyrst við sjáum reyk? Gæti Akæran ekki verið sönn? Hér er rétt að skoða aftur fyrir sig. Munið þið eftir sjöunda ára- tugnum? Þá höfðu allir þeir sem rannsaka hitafar áhyggjur af nýrri ísöld. Hvað mundum við segja nú ef við hefðum fylgt áhyggjum þeirra eftir með pólitískum að- gerðum til þess að hita upp jörð- ina? Við höfum um árabil haft áhyggjur af skorti á nærri öllum hráefnum. Á sextándu öld voru Englendingar hræddir um skort á brenniviði, 1856 voru það kol og á áttunda áratugnum var það olía. Og samt hefur ekkert gerst. Við höfum alla daga haft áhyggjur af mat og þeim mögu- leika að við sveltum. En frá fjórða áratugnum hefur kaloríuneysla á mann stigið um þriðjung og í þróunarlöndunum næstum því um 40%. Á níunda áratugnum var okkur sagt að súrt regn væri að eyða skógunum. Við vitum nú að þessi fullyrðing er röng. Auðlindirnar eru ekki að tæmast Að Ákæran sé röng þýðir auðvitað ekki að að við eigum að hætta að hafa stefnu í umhverfismálum. Langt frá því. Það er oft skynsam- legt að gera miklar og skýrar kröf- ur í umhverfismálum. En þetta undirstrikar hið vandasama sam- band á milli visku, sérfræði og pólitíkur. Ef eitthvað er að marka fullyrðingar mínar ættu þær að hafa áhrif á það hvernig við not- um vísindin sem grundvöll póli- tískra ákvarðana. Við eigum að vera varkárari að taka ummæli „sérfræðings dagsins" til greina nema sem hluta af því sem mótar afstöðuna og við eigum að gera strangari kröfur til sönnunar- byrði. Það er alveg hægt að vera hlið- hollur umhverfinu án þess að vera svartsýnismaður. Heimurinn er ekki að farast. Auðlindirnar eru ekki að tæmast. Það verður sann- ast sagna betra að lifa á jörðinni þegar við skiljum við hana heldur en þegar við tókum við henni. Njótum þess. Heimildir: FAO database; FAO Fisheries; FAO Sixth World Food Survey; Verdensbankens fodevareindex. EIA Annuai Energy Review 1996 Data fra Hovedstadsregionens luftovervágningsenhed (HLU). Peto et al 1992; The Lancet:1273. IUCN 1992: Tropical Deforesta- tion and Species Extinction:121 World Resources Institute World Resources 1996-97:TabeI 11.1 50

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.