Ægir - 01.07.2000, Qupperneq 16
HVALVEIÐAR - FRÉTTASKÝRING
„Annað sem einnig á að vera okkur hvatning
tiL þess að hefga hvalveiðar að nýju er aó til er
mikilvæg þekking á veiðunum og nú þegar
ellefu ár eru liðin síðan hvalir voru síðast
veiddir hér við land er orðin hætta á því að sú
þekking glatist. Við erum á síðasta snúningi
með að taka ákvörðun í þessu máli," segir
Hjátmar Ámason, alþingismaður.
eftir veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar-
innar um nýtingu hvalastofna. Inngöngu
að nýju í Alþjóða hvalveiðiráðið segir
Einar vera óþarfa, nema í henni felist við-
skiptalegir hagsmunir fyrir Islendinga
vegna sölu hvalaafurða til landa eins og
til dæmis Japan.
Varðandi neikvæð áhrif sem hvalveiðar
gætu haft á íslenska hagsmuni segist Ein-
ar ekki óttast slíkt. Hann segir að í
Noregi sé til dæmis engin teljandi and-
staða við hvalveiðar; málið sé einfaldlega
ekki lengur í sama brennidepli og var. Þá
beini „atvinnumótmælendur", eins og til
dæmis Grænfriðungar, kröfum sínum í æ
ríkari máli að öðrum viðfangsefnum á
borð við iðnvæðingu og vaxandi mengun.
Að vera á móti hvalveiðum sé ekki leng-
ur á dagskrá með sama hætti og var, enda
gangi mótmælendum og friðunarsinnum
betur að afla fjár til flestra annarra mála
en mótmælaaðgerða vegna hvalveiða.
Hreinar fiskafurðir
fram yfir gáfaða hvali
„Eg met stöðuna þannig að nú styttist
óðum í að Islendingar hefji hvalveiðar að
nýju,“ segir Hjálmar Arnason, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, sem einnig á
sæti í sjávarútvegsnefnd. Hann segir að
þar komi margt til og bendir meðal ann-
ars á eindregnar óskir vísindamanna í þá
veru, enda sé þeim mikilvægt að hval-
veiðar séu stundaðar, þó ekki sé nema
þekkingarleitarinnar vegna. Einnig hafi
menn gert sér æ betur grein fyrir því að
„Ég tel að neikvæðu áhrifin af hvalveiðum
gætu vissulega einhver orðið, en mitt mat er
þó að þau verði ekki til langs tíma, sé
skynsamlega að málum staðið," segir
Björgólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar hf. i Neskaupstað.
til þess að eðlilegt jafnvægi í lífríki hafs-
ins haldist verði að veiða hvali, rétt eins
og aðrir fiskistofnar séu nýttir.
„Arðrán hvala í dag jafngildir kvóta
sem gæti dugað fyrir mörg byggðarlög út
um land,“ segir Hjálmar Árnason, sem
telur jafnframt að hvalveiðar njóti vax-
andi skilnings „hins firrta stórborgarliðs"
- þar sem hugmyndir um sjálfbæra nýt-
ingu og sjálfbært samfélag eigi aukinn
hljómgrunn meðal þess fólks.
Hvalaskoðunarferðir njóta sífellt vax-
andi vinsælda hér á landi og eru að verða
snar þáttur í ferðaþjónustu. Hjálmar tel-
ur að hvalaskoðun og hvalveiðar geti átt
samleið, sé rétt að málum staðið, til
dæmis ef ákveðin svæði verði friðuð fyrir
hvalveiðum. Nefnir Hjálmar í því sam-
bandi þau svæði þar sem hvalaskoðunin
er mest stunduð, þ.e. Faxaflóa, Breiða-
fjörð og Skjálfanda. „Ef þetta er gert þá
tel ég að veiðarnar eigi ekki að trufla
hvalaðskoðun," segir Hjálmar.
„Vilji Alþingis skýr
og fyrirliggjandi"
I nokkur ár hafa hrefnuveiðar verið
stundaðar í Noregi og almennt þykir
reynslan af þeim vera góð. „Veiðarnar
hafa engu breytt, enda tekur fólk í vax-
andi mæli hreinar fiskafurðir fram yfír
gáfaða hvali," segir Hjálmar, sem hefur
fulla trú á því að hvalveiðar hefjist innan
tveggja ára eða svo.
„Vilji Alþingis um að hefja hvalveiðar
liggur fyrir," segir Hjálmar ennfremur og
minnir á þingsályktunartillöga um að
hefja hvalveiðar að nýju, en meðal þeirra
sem að henni stóðu var núverandi sjávar-
útvegsráðherra.
„Árni M. Mathiesen verður að taka af
skarið í þessu máli en ég tel að það hafi
verið gild rök að hefja veiðarnar ekki á
þessu ári þegar kastljós alþjóðlegra fjöl-
miðla beinist mjög að Islandi vegna
landafundaafmælis og annarra slíkra við-
burða. Annað sem einnig á að vera okkur
hvatning til þess að hefja hvalveiðar að
nýju er að til er mikilvæg þekking á veið-
unum og nú þegar ellefu ár eru liðin síð-
an hvalir voru síðast veiddir hér við land
er orðin hætta á því að sú þekking glatist.
Við erum á síðasta snúningi með að taka
ákvörðun í þessu máli.“
Stjórnmálamenn hljóta
að taka af skaríð
„Menn eiga ekki að skammast sín fyrir að
nýta auðlindir hafsins og spurningin á
ekki að vera sú hvort við eigum að hefja
hvalveiðar heldur hvenær þær eigi að fara
aftur af stað,“ segir Björgólfur Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar
í Neskaupstað. Skiptar skoðanir hafa ver-
ið meðal manna í sjávarútvegi hvort for-
svaranlegt sé að hefja hvalveiðar að nýju,
en margir hafa óttast að slíkt myndi
spilla mörkuðum fyrir íslenskrar sjávaraf-
urðir. „Við eigum að taka slaginn,“ segir
Björgúlfur og er hvergi banginn.
„Eg tel að neikvæðu áhrifin af hvalveið-
um gætu vissulega einhver orðið, en mitt
mat er þó að þau verði ekki til langs tíma,
sé skynsamlega að málum staðið. Vissu-
lega eru þó sjónarmiðin í þessum efnum
mörg og misjöfn. Það sem ég vil þó
benda á er að með hvalveiðibanni fjölgar
hvölunum í hafinu sífellt og þeir taka sí-
fellt meiri fæðu til sín, fisk sem við í sjáv-
arútveginum erum að nýta í dag. Þetta
tel ég gilt sjónarmið fyrir því að við hefj-
um hvalveiðar að nýju. Það er líka trú
mín að hvalveiðar verði hafnar hér við
land innan eins til tveggja ára. Vissulega
hafa áður komið þær aðstæður að við telj-
um að hvalveiðar séu að hefjast að nýju
innan skamms tíma, en málið er svo sett
í salt. En þetta er að breytast og nú
hljóta stjórnmálamenn að taka af skarið."
Ekki i viðskiptastríði
Þúsundir ferðamanna koma á ári hverju
hingað til lands til þess að sjá þessar
undraskepnur hafsins. Og það eru ein-
mitt talsmenn ferðaþjónustunnar sem
einna kröfuglegast hafa varað við því að
hvalveiðar verði hafnar að nýju og hafa
þeir bent á að tekjur af hvalaskoðun séu
orðnar síst minni en af hvalveiðum, fyrir