Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2000, Side 17

Ægir - 01.07.2000, Side 17
HVALVEIÐAR - FRETTASKYRING utan hve áhættusamt það yrði vegna ýmissa annarra hagsmuna að hefja veiðar að nýju. Hörður Sigurbjarnarson er fram- kvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsa- vík, eins umsvifamesta fyrirtækis í hvala- skoðunarferðum hér við land. Hann telur að hvalveiðar og hvalaskoðun þurfi ekki að stangast á, þ.e.a.s. ef forsendurnar verði réttar. „Þetta þarf að gerast í góðri sátt við alla aðila og við megum ekki stunda þessar veiðar í einhverju alþjóðlegu viðskipta- stríði. Það er mitt mat að það hafi verið mikil mistök af hálfu Islendinga að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu, enda minnkuðu áhrif okkar stórlega með því. Þátttaka okkar í NAMCO hefur ekki skilað okkur miklu enda eru samtökin ekki burðug." Eins og kemur fram hér að framan telja þeir Hjálmar Árnason og Björgólfur Jó- hannsson það enga goðgá að ætla að hval- veiðar verði hafnar innan tveggja ára eða svo. Hörður Sigurbjarnarson er á allt annarri skoðun og segir að tíu til fimmt- án ár sé lágmarkstími í þessu efnum. „Við höfum ekki unnið heimavinnuna okkar í þessum efnum og er við flýttum okkur um of værum við að skjóta okkur herfilega í fótinn," segir Hörður, sem leggur jafnframt áherslu á að hvalveiðar og hvalaskoðun á sömu miðum geti aldrei gengið upp. Hér þurfi að fara að öllu með gát, svo dæmið gangi upp. „Einstaka menn og þjóðir innan vébanda ráðsins eru á móti hvalveiðum og i klókindaskyni er reynt að gera okkur þetta jafn dýrt og andstyggilegt og hugsast getur, meðal annars með því að koma sífellt með meiri kröf- ur um tæknibúnað og annað vegna veiðanna. Sumir skeyta hvorki um skömm eða heiður og líta á hvalina sem dekurdýr til þess að leika sér við," segir Einar Kr. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis. „Þetta þarf aó gerast i góðri sátt við alla aóila og við megum ekki stunda hvalveiðar í einhveiju alþjóðlegu viðskiptastríði. Það er mitt mat að það hafi verið mikil mistök af hálfu íslendinga að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu, enda minnkuðu áhrif okkar stórlega með þvi," segir Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri hvataskoð- unarfyrirtækisins Norðursiglingar á Húsavík. Ferðamenn í hvataskoðun á Skjálfanda. Það er skoðun margra að hvalveiðar og hvalaskoðun geti farið saman hér við Land, þó mikið álitamáL sé að stíkt geti gengið á sömu svæðum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.