Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2000, Page 26

Ægir - 01.07.2000, Page 26
ÆGISVIÐTALIÐ Allsherjarsátt sem allir geta unað við næst aldrei - segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands islenskra útvegsmanna, um fiskveiðistjórnina Það er kominn nýr stýrimaður í brúna hjá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna. Friðrik Jón Arngrímsson heitir hann og er menntaður sem stýrimaður og lögfræðingur. Eftir sem áður er þó skipstjórinn á sínum stað. Kristján Ragnarsson er orðinn starfandi stjórnarformaður LÍÚ og sumir hafa velt því fyrir sér hvort stýrimaðurinn fái að taka einhverja túra á eigin spýtur. Ægir fór á vettvang til að kynnast þessum nýja framkvæmdastjóra sam- taka útgerðarmanna og komst að því að hann er 41 árs að aldri, fæddur og uppalinn á Siglufirði þar sem faðir hans og afi voru skipstjórar. „Það er mikið af sjómönnum í föðurætt minni og ég byrjaði snemma að fara á sjó á sumrin. Eg fór í menntaskóla í Reykjavík og að því loknu tók ég ann- að stigið í Stýrimannaskólanum. Eftir það var ég til sjós á togurum en fór svo í lagadeild Háskólans. Með- fram námi þar var ég stýrimaður á frystitogurum. Eg útskrifaðist árið 1987 og fór að vinna á lögmanns- stofu. Þar þróuðust mál þannig að mitt aðalstarf var að vinna fyrir úgerðir, auk þess sem ég sinnti skipa- sölu. Við þetta vann ég til síðustu áramóta þegar ég varð framkvæmdastjóri LIU.“ Við þetta má bæta að Friðrik er giftur Guðrúnu Blöndal og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Ekki í skugga Kristjáns Friðrik segir starfið hjá LIU allt öðruvísi en á lög- mannsstofunni. „Eg er hins vegar að vinna fyrir sama fólkið og er að sumu leyti að fást við sömu hlutina." — Stundum er sagt að nýir vendir sópi best. Ertu byrjaður að taka til hér á skrifstofunni? „Nei, nei, hér er allt í föstum skorðum og það verð- ur engin sérstök breyting með tilkomu minni. Eg tek við starfi framkvæmdastjóra af Kristjáni en hann starfar áfram sem stjórnarformaður og það er mikil- vægt fyrir fyrir mig og samtökin að geta áfram nýtt reynslu hans og þekkingu." - Kristján er mikil stærð í íslensku samfélagi og þær raddir heyrðust að fyrst hann yrði hér áfram myndir þú þurfa að lifa í skugga hans. Varstu ekkert smeykur við það? „Nei, við gerðum það upp áður en ég kom hingað inn og það hefur engan skugga borið á samstarf okk- ar. Það hefur verið komið á þeirri verkaskiptingu að hans starfssvið er fyrst og fremst að sinna fiskveiði- stjórnuninni. “ Ábyrg afstaða LÍÚ Staða LIU hefur óneitanlega verið sterk í íslensku samfélagi og sumir halda því fram að samtökin hafi ráðið því sem þau vilja um stefnu stjórnvalda f mál- efnum sjávarútvegsins. Hvað segir Friðrik um þetta? Kemur sjávarútvegsráðherrann á fund útvegsmanna og fær línuna áður en hann tekur sínar ákvarðanir? „Eg vildi óska þess að svo væri en það er nú ekki raunin. Hins vegar hlýtur það að teljast eðlilegt að útvegsmenn hafi manna mest um sjávarútvegsmál að segja. Það gefur auga leið að stjórnvöld hljóta að hafa samráð við þá sem starfa í greininni. En það er reynt bæði leynt og ljóst að reka fleyg á milli okkar og stjórnvalda. Þeir sem slíkt gera telja það þjóna sínum hagsmunum að grafa undan því góða samstarfi sem verið hefur milli okkar og stjórnvalda. Þetta góða samstarf helgast af því að LIU hefur haft mjög ábyrga afstöðu til fiskveiðistjórnunar, verndun- ar fiskistofnanna og rannsókna á þeim. Að þessu leyti hefur LIU sérstöðu því víða erlendis greinir hags-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.