Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 27
ÆGISVIÐTALIÐ
munasamtök, stjórnvöld og vísindamenn á um þær
leiðir sem best er að fara í fiskveiðistjórnuninni. Þessi
ábyrga afstaða LIU á stóran þátt í því að gera þetta
samstarf svo gott sem raunin er.“
— íslenskir útvegsmenn eru ekki einlit hjörð og
eiga misjafna hagsmuni að verja. Hvernig gengur að
fá menn til að ganga í takt?
„Auðvitað eru skiptar skoðanir á ýmsu en það sem
mestu máli skiptir er að hafa almennar leikreglur svo
ekki sé verið að mismuna fólki. Vissulega er staða
manna misjöfn eftir því hvers konar úterð þeir
stunda og í því frelsi sem við búum við verða að sjálf-
sögðu tilfærsiur milli útgerða og útgerðarflokka. Þar
skiptir mestu að menn spjari sig sjálfir. Það hafa orð-
ið ótrúlegar breytingar á skömmum tíma og það á við
um allar tegundir útgerða."
kvótakerfinu hafi verið komið á fyrir útgerðarmenn
en þá gleyma menn því að það var gert af illri nauð-
syn og útgerðarmenn tóku á sig miklar skerðingar.
Það gildir hins vegar ekki um smábátasjómenn, þeir
hafa bætt við sig með mjög ósanngjörnum hætti. Að
því leyti eigum við ekki samleið."
— En eru ekki margir smábátamenn fyrrverandi fé-
lagar ykkar sem gripu þetta tækifæri þegar kvóta-
kerfið þjarmaði að þeim?
„Jú, auðvitað er eðlilegt að menn leiti slíkra leiða
þegar göt eru á kerfinu. Það hefði þurft að taka á
þessu frá byrjun þannig að allir sætu við sama borð.
En menn eru enn að reyna að halda þessu áfram og
það er afleitt hvernig málin hafa þróast. Nú eru smá-
bátar meira að segja farnir að veiða grálúðu sem eng-
ar forsendur eru fyrir.“
Friðrik J.
Arngrimsson,
framkvæmdastjóri
LÍÚ. „Sumir tala
eins og arósemis-
krafan sé að reka
menn út í brottkast.
Þannig tala bara
þeir sem eru að
réttlæta eitthvað
sem þeir geta ekki
réttlætt, menn sem
hafa orðió undir i
báráttunni og kenna
kerfinu um."
LÍÚ er málsvari allra útgerðarmanna
— En er LÍÚ ekki málsvari stórútgerðanna?
„Jú, við erum það en einnig smærri útgerða. Það er
grundvöllurinn að starfi samtakanna að við erum
málsvari allra.“
— En einn flokkur útgerðamanna stendur utan-
garðs, smábátaútgerðirnar. Af hverju er það? Eigið
þið ekki í stórum dráttum sömu hagsmuni og þeir?
„Jú, að mörgu leyti. En það sem gerst hefur er að
það hefur verið fært aflamark til smábátanna á sama
txma og aðrir útgerðarmenn hafa sýnt ábyrga afstöðu
og tekið á sig verulega skerðingu. Það er oft sagt að
„Ég veit ekki hvort ég á eftir að fara í föt Kristjáns og er ekk-
ert að sperrast við það en ég teldi mér það þó til hróss ef mér
tækist það."
Vistvæn veiðarfæri
— Því er oft haldið fram að það sé eðlilegt að hygla
smábátaútgerðinni því hún byggist á veiðiaðferðum
sem eru miklu vistvænni en togveiðar stórra skipa.