Ægir - 01.07.2000, Page 36
ÞJÓNUSTA
Framleiðsla umbúða fyrir sjávarútveginn
snar þáttur i starfsemi Ako-Plastos hf.:
Starfsmenn með hárnet
við plastframleiðslu!
- „gert í þeim tilgangi að gangast undir hreinlætiskröfur
sem gerðar eru til viðskiptavinanna í matvælaiðnaðinum,"
segir Hallgrímur Gröndal
Ako-Plastos hf. opnaði nú á vordögum nýtt framleiðslu-
hús á Akureyri. Með því gjörbreyttist öll aðstaða fyrir-
Ptastfilmu á borð við þessa gjörþekkja sjómenn
um borð i frystitogurunum.
Uppbygging þjónustu
og framleiðslu
Sem kunnugt er varð Ako-Plastos hf. til
við sameiningu AkoPlasts hf. á Akureyri
og Plastos Umbúða hf. í Garðabæ. Hjá
því starfa í heild um 60 manns, bæði á
Akureyri og í Reykjavík. I Reykjavík hef-
ur fyrirtækið opnað nýja þjónustumið-
stöð að Klettagörðum 15 og þaðan er öllu
sölu- og markaðsstarfi fyrirtækisins stýrt.
Gerður hefur verið þjónustusamningur
við Eimskip um að vöruhótel Eimskips
Starfsmenn i prentsal ráða ráðum sínum en í baksýn má sjá prentvélar Ako-Ptastos.
tækisins til framleiðslu á plasti og plastumbúðum. Hús-
ið er 2800 fermetrar að stærð og starfa þar um 40 manns.
Gert er ráð fyrir að plastframleiðsla fyrirtækisins nemi
um 2000 tonnum á þessu ári og fer um helmingur fram-
leiðslunnar til matvælaiðnaðarins, ekki hvað síst sjávar-
útvegsfyrirtækjanna.
nútímalegan hátt veginn.
og samkvæmt þeim kröfum sem gerðar
eru f dag. Sjávarútvegurinn er fyrirferða-
mikill á matvælasviðinu og í þeirri grein
er lykilorðið að bjóða vandaða vöru,
skjóta þjónustu og fylgja þróun í grein-
inni vel eftir hvað umbúðir snertir. A
þessum hugtökum byggjum við okkar
daglega starf,“ segir Hallgrímur Gröndal,
hjá markaðsdeild Ako-Plastos hf.
Eins og allir þekkja hafa hreinlætiskröfur
sífellt verið að aukast í matvælaiðnaði og
í samræmi við þær tók Ako-Plastos hf.
upp í nýja framleiðsluhúsinu þá ný-
breytni að starfsmenn vinna nú allir
undir auknum hreinlætiskröfum, í hlífð-
arfötum og með hárnet, líkt og gerð er
krafa um í matvælafyrirtækjunum. Þetta
segir Hallgrímur Gröndal, starfsmaður í
markaðsmálum Ako-Plastos hf., að sýni
þá áherslu sem fyrirtækið leggi á að fýlgja
eftir þörfum sinna viðskiptamanna.
„Við lítum svo á að umbúðaframleiðsla sé
einn þáttur í að tryggja fyrsta flokks
framleiðsluvöru matvæla í hendur neyt-
andans og það er eðlilegt að við fylgjum
eftir þeim kröfum sem viðskiptavinir
okkar búa við. Við sýnum með þessu í
verki að okkar eigin framleiðslukröfur
koma innan frá og eru í takt við þarfir
viðskiptamanna okkar,“ segir Hallgrím-
ur.
við Sundahöfn annist dreifingu á vörum
Ako-Plastos hf. um höfuðborgarsvæðið
og nágrenni og annast Eimskip einnig
alla flutninga á framleiðsluvörum um allt
land. Hallgrímur Gröndal segir að með
tengingu við hið öfluga flutningakerfi
Eimskips sé tryggður mikill afgreiðslu-
hraði á vörum til viðskiptavinanna og það
telur hann ekki hvað síst mikilvægt fyrir
sjávarútveginn.
Fjöldi vöruflokka
fyrir sjávarútveg
Af þeim vörum sem Ako-Plastos hf.
framleiðir fyrir sjávarútveginn nefnir
Hallgrímur arkir, fiskumslög, rækju-,
loðnu-, karfa- og flakapoka, plastfilmur
ýmiskonar, vacumpoka, strekkifilmur,
brettahettur og margt fleira. Hann segir
að fyrirtækið þjónusti mörg af þekktari
sjávarútvegsfyrirtækjum landsins hvað
plastumbúðir varðar og hafi auk þess ver-
ið að reyna fyrir sér með ágætum árangri
í Færeyjum á und-
anförnum mánuð-
um. Ljóst sé að
fyrirtækið horfi
sem fyrr á sjávar-
útveginn sem einn
af mikilvægustu I
viðskipavinunum.
„Við leggjum
mikið upp úr að
þjónusta allan Dæmi um áprentaóan
matvælaiðnað á poka fyrir sjávarút-
'4