Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2000, Qupperneq 38

Ægir - 01.07.2000, Qupperneq 38
FERÐARAUNIR Ævintýraleg markaðsferð til Brasilíu Þegar ég hóf störf fyrir Útflutningsráð íslands hafði ég í nokkur ár verið sjómaður á togurun- um Arnari HU og Örvari HU frá Skagaströnd. Eitt af fyrstu verkefnum mínum á þess vegum var gerð skýrslu um markað fyrir saltfisk í Bras- ilíu. Hluti af verkefninu var 10 daga ferð til borgarinnar Rio de Janeiro í Brasilíu til að kynnast markaðnum af eigin raun. Ég hugsaði mér gott til glóðar- innar varðandi ferðina þar sem flug var þannig að ég sá fram á að fá heilan dag til að flatmaga í sól- inni áður en ströng fundahöld og ferðir x saltfiskgeymslur hæfust. Auk þess hafði konsúll Islands í Brasilíu séð um að panta hótelher- bergi sem var ekki af verri endan- um, staðsett á besta stað í borg- inni með Ibonema stöndina á aðra hönd og Cobacabana ströndina á hina. sem ekki tóku þátt í hátíðinni og fóru í helgarfrí til New York voru því allir að fara heim aftur. Arlega nota viðkomandi flugfélög tæki- færið og yfirbóka allar flugvélar á leið til Brasilíu. Flugvélin var sem sagt full og það jafnvel þó ég væri mættur fjórum tímum fyrir brottför. Það stoðaði lítt að rausa við afgreiðslu- fólk flugfélagsins sem benti á að aðrir farþegar í sömu sporum tækju þessu með jafnaðargeði, enda vissu þeir að þetta væri fast- ur liður. Alltaf væri yfirbókað á þessum árstíma og engin ástæða til að æsa sig yfir því. Þetta kæmi til með að reddast! Það reddaðist líka nokkrum klukkutímum seinna og fram- undan tólf klukkutíma næturflug til Rio. Góður tími til að sofa og hvílast. Tólf tíma ræða um flug- hræðslu! Við hliðina á mér settist kona sem sagðist vera flughrædd og spurði hvort hún mætti halda í mig þar sem það róaði hana! Eftir það hélt hún dauðahaldi og talaði látlaust um flughræðslu alla tólf tímana. Ég var því bæði svefnlaus og mar- inn á handlegg eftir flugið. Verra var þó að vera í annarri borg en ég átti að vera, nefnilega Sao Paulo. Flugstjóri vélarinnar Tom M. Ringseth, ræðismaður Islands i Brasilíu. OQ Ingólfur (t.h.) með markaðsstjóra „Sendas" verslunarkeðjunnar, sem er þriðja stærsta stórmarkaðakeðja Brasilíu.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.