Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 46

Ægir - 01.07.2000, Blaðsíða 46
VEIÐITÆKNI Humarveíðar í gildru Á ráðstefnu í Glasgow 29. mars s.l. flutti Tony Bradfield hjá Meridian Technologies í S-Afríku erindi um veiðar á humri í gildrur. Um árabil hefur af og til verið umræða hér á landi um humarveiðar í gildrur. Fyrir þá sem eru áhuga- menn um humarveiðar og aðra sem hafa til umráða humarkvóta er ekki fjarri lagi að þessi greinarstúfur geti komið að gagni. Við suðausturströnd S-Afríku eru stundaðar veiðar á svipukrabba (Rock Lobster) og hafa verið stundaðar í áratugi. Fyrrum var veitt í fjöldann allan af gildrum sem voru lagðar hver um sig, hver með sína bauju og tilheyrandi færi og stjóra. Að leggja hverja gildru og ná henni upp var erfið vinna fyrir áhöfn veiðiskipsins. ICostnaður við veiðarnar var mik- ill enda þurfti að sigla að hverri gildru og ávinningur lítill því fjöldi gildra, sem hægt var að vitja um á degi hverjum, var tak- markaður. Til að ná fram meiri hag- kvæmni í veiðunum, þróaðist gildruveiðin í það að verða klasar af gildrum sem eru festar við línu. (sjá mynd 1) Þessi veiðiaðferð hef- ur verið margendurbætt á s.l. 20 árum og nú geta stærstu skipin hæglega unnið með nokkur þús- und gildrur á hverjum degi. Margföld afköst veiðanna hafa náðst með: -þyngri og stærri veiðarfærum með allt að 150 gildrum á hverri línu -útgerð stærri skipa við veiðarnar -mikilli tækni til að meðhöndla gildrurnar Gildrulínan Línan sem notuð er og gildrurnar eru festar á er endingargóð polypropylen lína, 22 mm í þver- mál. Dæmigerð lína er 900 faðma löng með 150 gildrum og með 6 faðma millibili. Bil á milli gildra er haft allt að 16 faðmar á slæm- um miðum eða nýjum veiðisvæð- um sem er verið að skoða. Línan með gildrunum er fest við sjávar- botninn með stjórum, einum á hvorum enda. Baujur eru á end- um, þannig að alltaf er hægt að ná gildrunum upp, jafnvel þótt línan slitni í drætti. Baujulínan er höfð með sama þvermáli og gildrulín- an til að auðvelda drátt. Stærstu skipin geta unnið með 15 til 20 gildrulínur á 12 tíma vinnudegi. Minni skip, allt að 25 m að lengd, nota 20 mm línu og hafa um 100 gildrur á hverri línu. Gildrumar Humargildrurnar sem veiðiflot- inn notar mest eru verksmiðju- framleiddar gildrur úr plasti. Þessar gildrur hafa komið í stað eldri gildra sem voru smíðaðar úr stáli og stálramminn klæddur neti. Plastgildrurnar eru ýmist sex eða átthyrndar og auðvelt er að 46 Mynd 1 Vitjað um gildrur sem eru festar á línu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.