Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2000, Page 49

Ægir - 01.07.2000, Page 49
SKIPASTÓLLINNI BREYTT FISKIKIP Una í Garði GK heim úr styttingu Una í Garði, eitt af sjö skipum útgerðarfyrirtæki- sins Njáls í Garði, kom nýlega heim úr fjölþætt- um breytingum í Nord- ship skipsamíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Skipið var m.a. stytt um tvo og hálfan metra, sem hefur þá þýðingu að hægt er nú að gera það út á veiðisvæði fyrir báta innan við 29 metra að lengd. Önnur viðamikil breyting á skrokk skipsins er sú að síðum var slegið út á aftan og komið fyrir skutrennu og nýjum toggálga. Þá var sett perustefni á skipið, aukinn ganghraði með skrúfuhring, ýmsar lagfæringar gerðar á aðstöðu áhafnar. Lestargólfi var breytt og miðast nú lestaraðstaðan við kör. Einnig var komið fyrir nýjum krana frá Ósey en að breytingum loknum var skipið sand- blásið, galvaníserað og málað með International skipamálningu frá Hörpu. Hönnun breytinganna var í höndum Vignis Demussonar hjá Skipa- og vélatækni í Keflavík en sama fyrirtæki hefur annast hönnun breytinga á tveimur öðrum skipum Njáls hf., þ.e. Sóleyju Sigurjóns og Sigurfara. Þau skip voru bæði lengd. Breytingarnar á Unu í Garði kostuðu um 25 milljónir króna. BP-skip hafa umboð hér á landi fyrir Nordship skipasmíðastöðin í Póllandi. Óhætt er að segja að Una í Garði sé skip með reynslu. Það var smíðað árið 1972 á Akureyri og í Hafnarfirði og hét Geiri Péturs áður en það var selt til útgerðarfélagsins Njáls í Garði. Mynd: Snorrí Snorrason Óskum útgerð og áhöfn til hamingju með skipið. Skipió er allt málað með INTERNATIONAL skipamálningu frá HÖRPU HF. Xlnternational Stórhöfða 44, Reykjavík. Sími 567 4400, Fax 567 4410 Umboósaðilar INTERNATIONAL PAINTS á íslandi

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.