Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Qupperneq 13

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1919, Qupperneq 13
11 f. 14. B. I. k. 1—2. Háskólaráðið telur laun ritara og dyravarðar mikils til of lág og fer þvi fram á, að þau verði hækkuð að sama skapi og hjer verður lagt til um laun fastra kennara háskólans. III. Samkvæmt tillögum læknadeildar, sem háskólaráðið er sammála, er það lagt til, að kennurunum i lyfjafræði, líf- eðlisfræði, augnsjúkdómum, háls- nef- og eyrnasjúkdóm- um og tannlækningum verði greidd hæfileg sjerstök borg- un fyrir kensluna, eða laun þeirra hækkuð. Sjerstaldega vill háskólaráðið láta þess getið, að það telur mjög svo ósanngjarnt, að endurgjaldslaus kensla i lyfjafræði hvili hjer eltir sem hingað til á lækni holdsveikisspítalans, Sæmundi prófessor Bjarnbjeðinssyni, eða embætti lians sjerstaklega þar sem launakjör hans eru mjög ljeleg. Háskólaráðið gerir ráð fyrir því, að kennarar þeir, sem þessi liður, III., tekur til, muni snúa sjer til stjórn- arinnar eða þingsins með ákveðnar uppbótarkröfur. IV. Með skirskotun til brjefs háskólaráðs frá 25. apríl þ. á. og greinargerðar með því brjefi (Arbók Háskóla íslands 1917—1918, bls. 57—66, sbr. bls. 10) leggur háskólaráðið eindregið til, að laun fastra kennara háskólans verði hækkuð svo sem rökstutt er, að nauðsynlegt sje í til- vitnuðu skjali. Háskólaráðið árjettar hjer með það, sem þar var sagt, að launin sjeu ásamt dýrtíðaruppbót eftir núgildandi lögum alls kostar ólífvænleg og með öllu óboðleg kennurum við æðstu mentaslofnun ríkisins. Há- skólaráðið vill enn fremur vekja alhygli stjórnarinnar á því, að athugandi væri, að laun starfsmanna ríkisins væru goldin eftir ákveðinni verðlagsskrá á helstu nauð- synjavörum. V. Heimspekisdeildin leggur til, að 14. gr. B. I. c. 5—7. (Til kennara i gotnesku og engilsaxnesku, til dr. Alexanders Jóhannessonar til að halda fyrirlestra í þýskum fræðum og þóknun til kennara í dönsku) haldist og hækki hlut- fallslega sem laun fastra kennara, og felst háskólaráðið á þá tillögu.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.