Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Page 9
7 að framleiða, er hvorki meira né minna en einn álirifaríkasti partur sjálfrar þjóðarinnar. Það eru þeir sem eiga að verða fræðarar þjóðarinnar og forustumenn, þeir sem gæta eiga heilsu manna, andlega og líkamlega, gæta réttarins og dæma mál manna, þeir, sem þjóðin trúir fyrir mestu af verðmæt- um sínum og ráða þvi að miklu levti, hvernig með þau er farið. Sú þjóð, sem ekki á góða embættisstétt, er illa farin. Og sú þjóð, sem vanrækir nokknð af því, sem miðar til þess að sú stétt sé sem hezt úr garði ger, er skammsýn. — Eg vona, að enginn skilji þessi orð min svo, að eg telji enga stétt þjóð- félagsins aðra koma til greina, er um hag þjóðarinnar og for- ustu á málum liennar er að ræða. Þvi fer mjög fjarri. En em- hættismenn þjóðarinnar liljóta sakir margra hluta, sakir ménntunar sinnar, fjölda, aðstöðu og trúnaðarstarfa þeirra, sem þeim eru fengin, að setja mjög mikið mót á þjóðina og alla hagi hennar. Og því tel eg það vott um einstaka grunn- færni, er menn láta sér detta það í hug, að undirbúningur þessara manna undir starf sitt sé eittlivert ómerkilegt auka- slarf, einhver lítilmótlegur „verksmiðjurekstur". En sannleikurinn í þessu er sá, að þessi lilið á starfi há- skólans, sem snýr beint að stúdentunum, er ekki nema önn- ur liliðin á starfi liáskólans og hlutverki. Þvi auk þess sem háskólanum ber að undirbúa embættismannaefni, á hann að vera vísindastofnun, og ætti að vera sjálfkjörin menningar- miðstöð í landinu. Þarna starfar liópur manna, sem eiga að vera sérstaklega valdir með það fyrir augum, að vera fræða- miðlarar, ef svo mætti að orði komast, menn, sem hafi góða °g' vel þroskaða hæfileika til þess að safna fróðleik og miðla fróðleik. Háskólinn ætti að vera nokkurs konar útvarpsstöð, sem bæði miðlaði af sínu og endurvarpaði því, sem erindi á til manna. En hvernig er nú búið í haginn fyrir þessa stofnun, Há- skóla \orn, til þess að hann geti rækt þessi tvö hlutverk? Þ' í ei akki vandsvarað. Það er fremur illa gert. Stúdent- arnir liafa vonda aðstöðu við námið og kennararnir vonda að- stöðu við vísindaiðkanir sínar. Og eg ætla að draga liér fram

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.