Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 15

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1931, Side 15
13 breytt var svo afgreitt til 3. umræðu, en lengra komst það ekki. Eg efast nú ekki um, að mál þctta á enn eftir mörg ára- tog í land. En gamalt ináltæki segir, að liálfnað sé verk þá hafið er. Kennslumálaráðherrann hefir þó að minnsta kosti sýnt, að það er hægt að hera fram frmnvarp um hús lianda Háskólanum, án þess að detta dauður niður. Með þessu hefir þingið fengið að sjá, hvað hér er framundan alveg óhjákvæmi- lega. Þingið hefir í raun og veru ekkert annað en frestunar- vald í slíku nauðsynjamáli og þessu, og eg her bezta traust til þess um góða afgreiðslu á því. Kennslumálaráðherranum vil eg í nafni háskólans þakka fyrir, að hann hefir ýtt málinu úr vör, svo og Jiorgarstjóra fyrir lians góðu tillögur, og öðrum, sem málinú liafa sýnt velvilja og fulttingi. Þetta er nú það mál, sem Háskólinn má ekki láta niður falla fyr en það er komið i rétt liorf og stúdentar Háskólans eiga lieima í lnisi, sem styður starf þeirra, í stað þess að þrýsta eins og' kínversk- ur skór utan uni það og draga úr þroska þeirra. Að lokum vil eg svo ávarpa ykkur, kæru ungu stúdentar, sem liefjið nú nám ykkar hér á háskólanum. Eins og ég hef nú vikið að uni stund, er það ekki neitt sérlega glæsilegt um- hverfi, sem þið komið nú inn í. Háskólinn hýður ekki margt til styrktar stúdentalífinu. En þá er að taka því, sem fyrir hendi er, og gera úr því það bezta, sem unnt er. Að minnsta kosti er ekki til neins að vola og leggja árar í hát. Og svo er stúdentalífið magnað að lífskrafti, að jafnvel hér, við þessi erfiðu starfskjör, sem Háskóli vor hýður, lifa margir hezta og ánægjulegasta kafla æfi sinnar. Sannleikurinn er sá, að jiað eru þá ekki til menn, sem kunna að gera gott úr öllu og hreyta hverju herangri í hlómum skrýdda grund, ef það eru ekki háskólastúdentar. Það er því miður oft ekki til mikils að leggja mönnum lífsreglur og heilræði. En það vil ég hiðja vkkur að muna, að þessi ár, sem þið eigið kost á að dvelja liér í Háskólanum, gefa ykkur það tækifæri, sem mjög er liæpið að þið fáið nokkru 2

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.